Ferill 160. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 233  —  160. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um lífrænar landbúnaðarafurðir.

Frá Bjarna Jónssyni.


     1.      Hver hefur þróunin verið undanfarinn áratug í framleiðslu og sölu landbúnaðarafurða með lífræna vottun og hvert er hlutfall lífrænt vottaðra landbúnaðarafurða af heildarframleiðslu og -sölu innlendra landbúnaðarafurða?
     2.      Hvaða möguleikar eru á að hljóta fjárhagslegan stuðning til aðlögunar að lífrænum búskaparháttum á sveitabýlum, hvernig er honum háttað og hve margir bændur hafa notið slíks stuðnings árlega undanfarin fimm ár?
     3.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir stefnumörkun í málefnum lífræns landbúnaðar og gerð markvissrar aðgerðaáætlunar með það að markmiði að auka hlut lífræns landbúnaðar eins og gert hefur verið í flestum Evrópulöndum?


Skriflegt svar óskast.