Ferill 180. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 254  —  180. mál.




Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um uppgreiðslugjöld húsnæðislána hjá Íbúðalánasjóði.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hversu mörg húsnæðislán Íbúðalánasjóðs til neytenda með skilmálum um uppgreiðslugjöld hafa verið veitt frá árinu 2000, sundurliðað eftir árum?
     2.      Hversu mörg slík lán hafa verið greidd upp með uppgreiðslugjaldi, sundurliðað eftir árum?
     3.      Hver er heildarfjárhæð innheimtra uppgreiðslugjalda, sundurliðuð eftir árum?
     4.      Hversu mörg slík lán eru enn útistandandi og óuppgreidd?
     5.      Veitir Íbúðalánasjóður enn lán með skilmálum um uppgreiðslugjöld?
     6.      Hvernig er fjárhæð uppgreiðslugjalda slíkra lána reiknuð? Svar óskast með stærðfræðiformúlu, reikniriti eða öðru lýsandi dæmi um útreikning og reikniaðferð.
     7.      Er eitthvert hámark á hlutfalli eða fjárhæðum uppgreiðslugjalda?
     8.      Hvernig hefur jafnan verið staðið að upplýsingagjöf um uppgreiðslugjöld og áhrif þeirra á umfang skuldbindinga neytenda sem undirgangast slíka skilmála?
     9.      Á hvaða lagaheimildum eða öðrum forsendum byggist álagning uppgreiðslugjalda og að hvaða leyti samrýmast slíkar heimildir tilgangi laga um húsnæðismál, nr. 44/1998?
     10.      Hver yrðu áhrifin af eftirgjöf uppgreiðslugjalda útistandandi lána á fjárhagslega stöðu Íbúðalánasjóðs og þyrfti slík eftirgjöf að hafa í för með sér útgjöld úr ríkissjóði?
     11.      Telur ráðherra koma til greina að stuðla að hreyfanleika á húsnæðislánamarkaði með því að fella niður og afnema uppgreiðslugjöld af lánum Íbúðalánasjóðs að öllu leyti eða hluta og hvaða lagabreytinga eða aðgerða gæti þurft að grípa til í því skyni?


Skriflegt svar óskast.