Ferill 245. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Prentað upp.

Þingskjal 341  —  245. mál.
Heiti ráðherra.




Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um hreinlætisaðstöðu í Dyrhólaey.

Frá Birgi Þórarinssyni.


     1.      Hver var heildarkostnaður við byggingu á hreinlætisaðstöðu í Dyrhólaey og hvað gerðu áætlanir ráð fyrir að kostnaðurinn yrði hár?
     2.      Er gert ráð fyrir að tekjur af mannvirkinu standi undir rekstrarkostnaði þess og má gera ráð fyrir að reksturinn geti skilað stofnkostnaðinum til baka að hluta?
     3.      Hver var framkvæmdatíminn og hvað var gert ráð fyrir að hann yrði langur samkvæmt áætlunum?
     4.      Er ráðherra sammála meiri hluta heimamanna um að staðsetning hreinlætisaðstöðunnar sé umhverfisslys? Óskað er eftir rökstuddu áliti ráðherra.
     5.      Hvernig hefur samstarfi og samráði við landeigendur verið háttað við staðarval, uppsetningu og rekstur hreinlætisaðstöðunnar?
     6.      Hvað mun bílastæði mannvirkisins og önnur umgjörð kosta?