Ferill 440. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 624  —  440. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um rekstrarkostnað Nýs Landspítala ohf.

Frá Þorsteini Sæmundssyni.


     1.      Hver var árlegur rekstrarkostnaður Nýs Landspítala ohf. (NLSH) frá stofnun 1. júlí 2010 til ársloka 2017 eftir árum? Hvernig skiptist sá kostnaður í:
                  a.      laun og hlunnindagreiðslur hvert ár og hver voru hlunnindin,
                  b.      ferðakostnað og risnu og kostnað við stjórn hvert ár,
                  c.      annan kostnað hvert ár?
     2.      Hver er áætlaður rekstrarkostnaður NLSH árið 2018? Hvernig skiptist sá kostnaður í:
                  a.      laun og hlunnindagreiðslur og hver eru hlunnindin,
                  b.      ferðakostnað og risnu og kostnað við stjórn,
                  c.      annan kostnað?
     3.      Hver eru heildarlaun framkvæmdastjóra skipt í laun og hlunnindi og hver eru hlunnindin?
     4.      Hver verður starfsemi NLSH að uppbyggingu nýs Landspítala lokinni?


Skriflegt svar óskast.