Ferill 365. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 805  —  365. mál.




Svar


utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um störf þingmanna á vegum framkvæmdarvaldsins.


     1.      Hvaða þingmenn hafa setið í nefndum, ráðum, framkvæmdahópum eða öðrum hópum á vegum ráðuneytisins ár hvert frá árinu 2006?
    Þróunarsamvinnunefnd var sett á laggirnar eftir lagabreytingar 2008, lög nr. 121/2008. Enginn þingmaður sat í nefndinni fyrr en eftir breytingar á lögum nr. 122/2015 í árslok 2015. Eftirfarandi þingmenn hafa setið undanfarin ár eða sitja nú í Þróunarsamvinnunefnd:

Tafla. Seta þingmanna í Þróunarsamvinnunefnd árin 2016–18.
Aðalmenn Varamenn Flokkur Skipun
Óttarr Proppé Björt Ólafsdóttir Björt framtíð 2016
Karl Garðarsson Silja Dögg Gunnarsdóttir Framsóknarflokkur 2016
Ásta Guðrún Helgadóttir Birgitta Jónsdóttir Píratar 2016
Árni Páll Árnason Katrín Júlíusdóttir Samfylkingin 2016
Elín Hirst Vilhjálmur Bjarnason Sjálfstæðisflokkur 2016
Steinunn Þóra Árnadóttir Steingrímur J. Sigfússon Vinstrihr. – grænt framboð 2016
Nichole Leigh Mosty Theodóra S. Þorsteinsdóttir Björt framtíð 2017
Silja Dögg Gunnarsdóttir Þórunn Egilsdóttir Framsóknarflokkur 2017
Birgitta Jónsdóttir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Píratar 2017
Guðjón S. Brjánsson Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin 2017
Vilhjálmur Bjarnason Valgerður Gunnarsdóttir Sjálfstæðisflokkur 2017
Steinunn Þóra Árnadóttir Andrés Ingi Jónsson Vinstrihr. – grænt framboð 2017
Jón Steindór Valdimarsson Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn 2017
Ólafur Ísleifsson Inga Sæland Flokkur fólksins 2018
Silja Dögg Gunnarsdóttir Willum Þór Þórsson Framsóknarflokkur 2018
Birgir Þórarinsson Anna Kolbrún Árnadóttir Miðflokkur 2018
Halldóra Mogensen Helgi Hrafn Gunnarsson Píratar 2018
Logi Einarsson Albertína Friðbjörg Elíasdóttir Samfylkingin 2018
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokkur 2018
Þorsteinn Víglundsson Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn 2018
Steinunn Þóra Árnadóttir Andrés Ingi Jónsson Vinstrihr. – grænt framboð 2018

     2.      Hverjar þessara nefnda voru launaðar og hver voru árleg laun hvers þingmanns?
    Fulltrúar í Þróunarsamvinnunefnd þiggja ekki greiðslur fyrir störf sín í nefndinni, enda gert ráð fyrir að nefndarsetan tengist starfi þeirra.

     3.      Hvað má ætla að þingmenn hafi lagt mikla vinnu í tímum talið í störf fyrir nefndina ár hvert?
    Þróunarsamvinnunefnd hefur fundað alls átta sinnum síðan 4. maí 2016. Nefndin fundar að lágmarki tvisvar á ári með ráðherra og upplýsir utanríkismálanefnd reglulega um störf sín.

     4.      Hafa þingmenn fengið laun fyrir aðra vinnu á vegum ráðuneytisins? Ef svo er, fyrir hvað og hvenær?
    Nei.

     5.      Hafa þingmenn unnið ólaunaða vinnu við verkefni eða nefndastörf á vegum ráðuneytisins frá árinu 2006, og ef svo er, hvaða?
    Já, í Þróunarsamvinnunefnd. Sjá svar við 2. tölulið.

     6.      Hafa þingmenn fengið laun sem verktakar frá ráðuneytinu frá árinu 2006 og ef svo er, fyrir hvaða verkefni og hver var fjárhæð umbunar fyrir það?
    Nei.

     7.      Hvaða „afurð“ skilaði hver nefnd sem þingmaður átti sæti í af sér í lok starfstíma nefndarinnar og hvert var henni skilað?
    Afurð Þróunarsamvinnunefndar er skilgreind í 4. gr. laga nr. 121/2008, um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. Þar segir: „Þróunarsamvinnunefnd skal sinna ráðgefandi hlutverki við stefnumarkandi ákvarðanatöku um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands til lengri tíma og fylgjast með framkvæmd hennar. [...] Nefndin skal m.a. fjalla um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu og aðgerðaáætlun þar að lútandi, framlög til þróunarsamvinnu, val á samstarfslöndum, þátttöku Íslands í starfi alþjóðastofnana á sviði þróunarsamvinnu, sem og helstu skýrslur um árangur í þróunarsamvinnu.“

     8.      Hvaða reglur hefur ráðuneytið sett um setu þingmanna í nefndum á vegum ráðuneytisins?
    Ráðuneytið hefur ekki skriflegar reglur um setu þingmanna í nefndum á vegum ráðuneytisins. Þróunarsamvinnunefnd hefur sett sér starfsreglur.