Ferill 557. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 844  —  557. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um samræmd próf.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hver var árlegur beinn kostnaður frá og með árinu 2010 af því að leggja fyrir samræmd próf í grunnskólum, sundurliðað eftir því hvort prófin voru á pappír eða rafræn?
     2.      Hver var að mati ráðherra óbeinn kostnaður og hvernig skiptist hann?
     3.      Hver er væntur kostnaður af endurfyrirlögn prófanna nú í ár?
     4.      Hver var árlegur kostnaður við innleiðingu rafrænna prófa? Óskað er eftir sundurliðun helstu kostnaðarþátta á þeim árum þegar innleiðingarkostnaður féll til.
     5.      Telur ráðherra að prófin mæli þá þætti sem lögð er áhersla á í starfi grunnskóla í landinu og á hvaða rökum byggist sú skoðun? Ef ekki, hvaða þætti telur ráðherra að leggja beri áherslu á í prófunum?


Skriflegt svar óskast.