Ferill 435. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 888  —  435. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Bryndísi Haraldsdóttur um Einangrunarstöðina í Reykjanesbæ.


     1.      Hver er og hefur verið meðalbiðtími fyrir gæludýr í Einangrunarstöðina í Reykjanesbæ síðustu þrjú ár?
    Samkvæmt upplýsingum sem ráðuneytið aflaði hjá Einangrunarstöðinni í Reykjanesbæ er meðalbiðtími 4–6 mánuðir, eftir því hvernig hann er metinn.

     2.      Telur ráðherra ástæðu til að bregðast með einhverjum hætti við löngum biðtíma eftir plássi í Einangrunarstöðina og ef svo er, hvernig?
    Einangrunarstöðin er einkarekið fyrirtæki og ekki á færi ráðherra að hlutast til um rekstur hennar. Öllum er frjálst, að uppfylltum tilteknum skilyrðum, að byggja og reka slíkar stöðvar.

     3.      Hefur komið til skoðunar í ráðuneytinu að breyta fyrirkomulagi innflutnings á gæludýrum og taka t.d. upp evrópska gæludýrapassann?
    Ráðuneytið er að láta vinna áhættumat fyrir innflutning á hundum og köttum. Til verksins var fenginn fyrrverandi yfirdýralæknir Danmerkur. Hann mun skila áhættumati á næstunni, sem verður m.a. lagt til grundvallar þegar metið verður hvort rétt sé að gera breytingar á gildandi fyrirkomulagi.