Ferill 573. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 913  —  573. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um gæsluvarðhald og gæsluvarðhaldsúrskurði.

Frá Þorsteini Víglundssyni.


     1.      Hversu oft, frá 27. mars 2013 og fram á þennan dag, hefur verið óskað eftir framlengingu gæsluvarðhalds þegar minna en 24 klukkustundir eru eftir af gildandi úrskurði eða eftir að tími fyrri gæsluvarðhaldsúrskurðar er liðinn?
     2.      Hversu oft, frá 27. mars 2013 og fram á þennan dag, hefur úrskurður um framlengingu gæsluvarðhalds verið kveðinn upp eftir að tími fyrri gæsluvarðhaldsúrskurðar er liðinn?
     3.      Hversu langur tími leið frá lokum gæsluvarðhalds og þar til kveðinn var upp úrskurður um framlengingu gæsluvarðhalds í framangreindum tilfellum?
     4.      Í hverjum framangreindra tilfella var kærði látinn laus eftir að tími fyrri gæsluvarðhaldsúrskurðar var liðinn? Í hverjum tilfellanna var kærði vistaður í fangageymslu á lögreglustöð? Í hverjum tilfellanna var öðrum úrræðum beitt og hver voru þau úrræði?


Skriflegt svar óskast.