Ferill 526. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1006  —  526. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Helga Hrafni Gunnarssyni um ársskýrslur Útlendingastofnunar.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hefur Útlendingastofnun gefið út ársskýrslur frá árinu 2014? Ef svo er, hvar er þær að finna? Ef svo er ekki, hver er ástæðan?

    Ráðuneytið óskaði eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun vegna fyrirspurnarinnar.
    Útlendingastofnun hefur ekki gefið út ársskýrslur frá árinu 2014 vegna mikilla anna sem stöfuðu af fordæmalausri fjölgun umsókna um alþjóðlega vernd. Ársskýrslur vegna áranna 2015, 2016 og 2017 eru hins vegar í vinnslu. Ársskýrsla vegna 2017 liggur nú fyrir í drögum og mun koma út innan skamms. Þær tvær sem eftir eru munu síðan fylgja í kjölfarið. Útlendingastofnun hefur lagt áherslu á að bæta mjög tölfræðilegar upplýsingar vegna umsókna um alþjóðlega vernd á heimasíðu sinni, www.utl.is. Þar er aðgengileg tölfræði sem verður einnig að finna í ársskýrslunum. Sú tölfræði sem mun bætast við er m.a. varðandi dvalarleyfi en þeim hefur fjölgað mjög undanfarin ár.