Ferill 423. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1038  —  423. mál.




Frumvarp til laga


um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld (hlutabréfakaup, skuldajöfnun, álagning o.fl.).

(Eftir 2. umræðu, 29. maí.)


I. KAFLI

Breyting á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, með síðari breytingum.

1. gr.

    Í stað „1. nóvember“ í 2. málsl. 6. mgr. 51. gr. laganna kemur: 1. október.

2. gr.

    3. mgr. 65. gr. laganna orðast svo:
    Í upphafi hvers árs skal ríkisskattstjóri að fenginni staðfestingu ráðherra gefa út reglur um nánari skilyrði fyrir veitingu ívilnana samkvæmt ákvæði þessu.

3. gr.

    Í stað orðanna „til búsetu leigjanda“ í 3. málsl. 3. mgr. 66. gr. laganna kemur: sem nýtt er til búsetu leigjanda og fellur undir húsaleigulög.

4. gr.

    Í stað 3. og 4. málsl. 1. mgr. 90. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Ríkisskattstjóra er heimilt að ákveða að framtalsskil skuli almennt vera með rafrænum hætti og að málsmeðferð verði jafnframt rafræn, þ.m.t. samkvæmt ákvæðum 94.–96., 98., 99. og 101. gr.

5. gr.

    2. málsl. 1. mgr. 98. gr. laganna orðast svo: Birta skal hverjum skattaðila upplýsingar um þá skatta sem á hann hafa verið lagðir og er ríkisskattstjóra heimilt að senda tilkynningu þess efnis rafrænt.

6. gr.

    Í stað „60 daga“ í 1. málsl. 1. mgr. 99. gr. laganna kemur: þriggja mánaða.

7. gr.

    Í stað „1. júlí“ í 9. mgr. 112. gr. laganna kemur: 1. júní.

8. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 114. gr. laganna:
     a.      Í stað „1. júlí“ í 3. málsl. kemur: 1. júní.
     b.      Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Endurgreiðslukröfum sem stofnast samkvæmt lögum þessum vegna tímabila fyrir uppkvaðningu úrskurðar um gjaldþrotaskipti skal skuldajafna á móti vangoldnum sköttum og gjöldum, þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 100. gr. og 136. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl.

II. KAFLI

Breyting á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987, með síðari breytingum.

9. gr.

    Við 2. mgr. 36. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Endurgreiðslukröfum sem stofnast samkvæmt lögum þessum vegna tímabila fyrir uppkvaðningu úrskurðar um gjaldþrotaskipti skal skuldajafna á móti vangoldnum sköttum og gjöldum, þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 100. gr. og 136. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl.

III. KAFLI

Breyting á lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, nr. 94/1996, með síðari breytingum.

10. gr.

    Á eftir orðunum „innheimtu þeirra“ í 21. gr. laganna kemur: og skuldajöfnun á móti gjaldföllnum sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga.

IV. KAFLI

Breyting á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, með síðari breytingum.

11. gr.

    Við 3. mgr. 25. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Endurgreiðslukröfum sem stofnast samkvæmt lögum þessum vegna tímabila fyrir uppkvaðningu úrskurðar um gjaldþrotaskipti skal skuldajafna á móti vangoldnum sköttum og gjöldum, þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 100. gr. og 136. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl.

V. KAFLI

Breyting á lögum um tryggingagjald, nr. 113/1990, með síðari breytingum.

12. gr.

    Í stað „1. júlí“ og „1. nóvember“ í 6. mgr. 12. gr. laganna kemur: 1. júní; og: 1. október.

13. gr.

    Í stað „1. ágúst“ og „1. nóvember“ í 16. gr. laganna kemur: 1. júní; og: 1. október.

VI. KAFLI

Breyting á lögum um fjársýsluskatt, nr. 165/2011, með síðari breytingum.

14. gr.

    Í stað „1. júlí“ og „1. nóvember“ í 6. mgr. 10. gr. laganna kemur: 1. júní; og: 1. október.

15. gr.

    Í stað „1. nóvember“ í 3. málsl. 2. mgr. 11. gr. laganna kemur: 1. október.

VII. KAFLI

Breyting á lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013, með síðari breytingum.

16. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 14. gr. laganna:
     a.      Í stað „1. júlí, 1. ágúst og 1. september“ í 2. málsl. kemur: 1. júní, 1. júlí og 1. ágúst.
     b.      Í stað „1. nóvember“ í 3. málsl. kemur: 1. október.
     c.      Í stað „1. júlí“ og „1. nóvember“ í 4. málsl. kemur: 1. júní; og: 1. október.

VIII. KAFLI

Breyting á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999, með síðari breytingum.

17. gr.

    Í stað „1. júlí“ í 2. og 3. málsl. 3. mgr. 10. gr. laganna kemur: 1. júní.

18. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.