Ferill 511. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1141  —  511. mál.




Svar


samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Birgi Þórarinssyni um umferðarlagabrot erlendra ferðamanna.


     1.      Hvað hyggst ráðherra gera til þess að koma í veg fyrir að erlendir ferðamenn, sem sektaðir hafa verið vegna umferðarlagabrota, fari úr landi án þess að fullnægjandi greiðslur á sektum hafi borist eða fullnægjandi tryggingar fyrir greiðslu þeirra?
    Ný umferðarlög eru í smíðum í ráðuneytinu, sbr. drög sem birt voru í samráðsgátt stjórnvalda í febrúar sl. Meðal nýmæla í frumvarpinu er hlutlæg ábyrgð á sektum vegna brota sem numin eru af sjálfvirkum löggæslumyndavélum og varða ekki punktum í ökuferilsskrá. Slíkt ákvæði er til þess fallið að auðvelda innheimtu sekta, m.a. þeirra sem lagðar eru á erlenda ferðamenn.

     2.      Í hverju felast fullnægjandi tryggingar að mati ráðherra og telur ráðherra að tryggingarnar hafi reynst fullnægjandi hingað til?
    Sýslumenn annast innheimtu sekta og heyrir innheimta þeirra þar af leiðandi undir dómsmálaráðherra.