Ferill 584. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1368  —  584. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur um kynjaskiptingu í stjórnum, ráðum og nefndum á málefnasviði ráðherra.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hver er kynjaskiptingin í þeim stjórnum, ráðum og nefndum sem starfandi eru á málefnasviði ráðherra? Óskað er upplýsinga um kynjaskiptingu í hverri nefnd, stjórn og ráði um sig.

    Eftirfarandi er listi yfir starfandi stjórnir, ráð og nefndir innan dómsmálaráðuneytisins ásamt upplýsingum um kynjaskiptingu aðalmanna. Hlutfall kvenna í nefndum, stjórnum og ráðum á vegum dómsmálaráðuneytisins var að meðaltali 47% og hlutfall karla að meðaltali 53% í árslok 2017.

Nafn nefndar Karlkyns aðalmenn Kvenkyns aðalmenn Samtals Hlutfall karla Hlutfall kvenna
Áfrýjunarnefnd ágreiningsmála á kirkjulegum vettvangi 1 2 3 33% 67%
Álitsnefnd vegna umsókna um skráningu trúfélags eða lífsskoðunarfélags 2 2 4 50% 50%
Bótanefnd 2 1 3 67% 33%
Dómnefnd til að fjalla um hæfni umsækjenda um embætti hæstaréttardómara og héraðsdómara 2 3 5 40% 60%
Endurupptökunefnd 2 1 3 67% 33%
Fastanefnd á sviði happdrættismála 5 1 6 83% 17%
Gjafsóknarnefnd 2 2 4 50% 50%
Happdrættisráð Dvalarheimilis aldraðra sjómanna 2 1 3 67% 33%
Happdrættisráð Háskóla Íslands 2 1 3 67% 33%
Happdrættisráð Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga 1 2 3 33% 67%
Hæfnisnefnd lögreglunnar 1 2 3 33% 67%
Kennslanefnd 3 1 4 75% 25%
Kærunefnd útlendingamála 3 4 7 43% 57%
Mannanafnanefnd 2 1 3 67% 33%
Matsnefnd eignarnámsbóta 1 1 100% 0%
Nauðasamninganefnd 2 1 3 67% 33%
Náðunarnefnd 2 1 3 67% 33%
Nefnd um dómarastörf 1 2 3 33% 67%
Nefnd um eftirlit með málskostnaði í opinberum málum 2 1 3 67% 33%
Nefnd um þingsályktun um löggæsluáætlun fyrir Ísland til tólf og fjögurra ára 7 4 11 64% 36%
Prófnefnd um réttindi til að verða héraðsdómslögmaður 2 1 3 67% 33%
Ráðgjafahópur um breytingu á skaðabótalögum 5 4 9 56% 44%
Ráðgjafahópur um millidómstig 3 2 5 60% 40%
Refsiréttarnefnd 3 2 5 60% 40%
Réttarfarsnefnd 3 2 5 60% 40%
Ritstjórn lagasafns 1 2 3 33% 67%
Samráðshópur um þjálfun lögreglu og ákærenda í tengslum við hatursglæpi 2 4 6 33% 67%
Skólanefnd Fangavarðaskóla Íslands 2 2 4 50% 50%
Starfshópur um meðferð kynferðisofbeldis innan réttargæslukerfisins 3 5 8 38% 63%
Stýrihópur í málefnum landamæra 2017 5 5 10 50% 50%
Stýrihópur um eftirfylgni við innleiðingu alþjóðlegra samninga gegn spillingu og mútum 3 3 6 50% 50%
Stýrihópur um mannréttindi 6 4 10 60% 40%
Stýrihópur um rafrænar þinglýsingar 4 4 8 50% 50%
Stýrihópur um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka 2 6 8 25% 75%
Úrskurðarnefnd sanngirnisbóta 1 2 3 33% 67%
Ættleiðingarnefnd 2 1 3 67% 33%
Örorkunefnd 3 3 100% 0%
Samtals 95 83 178 53% 47%