Ferill 198. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 277  —  198. mál.




Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda.

Frá Guðjóni S. Brjánssyni.


     1.      Hvernig hefur framkvæmd þingsályktunar nr. 63/145 um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2016–2019 undið fram með tilliti til þeirra fimm áhersluatriða eða stoða sem ályktunin byggist á, þ.e.:
                  a.      samfélagsins,
                  b.      fjölskyldunnar,
                  c.      menntunar,
                  d.      vinnumarkaðar,
                  e.      flóttafólks?
     2.      Hvernig hefur kostnaðaráætlun vegna einstakra þátta framkvæmdaáætlunarinnar gengið eftir?


Skriflegt svar óskast.