Ferill 538. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 794  —  538. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um heimilislækna á Íslandi og ráðningar heilsugæslulækna á landsbyggðinni.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hvert er hlutfall heimilislækna af öllum læknum á Íslandi borið saman við aðildarríki Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD)?
     2.      Hver er fjöldi íbúa á hvern heimilislækni á Íslandi borið saman við Norðurlöndin?
     3.      Hver hefur þróunin verið í fjölda fastráðinna heimilislækna á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og á heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni frá árinu 2010? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
     4.      Hver er fjöldi stöðugilda heilsugæslulækna á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu? Hversu margir læknar í þeim stöðugildum eru sérfræðingar í heimilislækningum? Svar óskast sundurliðað eftir heilbrigðisstofnunum í báðum tilvikum.
     5.      Hversu margir heilsugæslulæknar á Íslandi eru fastráðnir og hversu margar stöður eru mannaðar með verktökulæknum, flokkað eftir heilbrigðisstofnunum?
     6.      Hvaða áhrif telur ráðherra það hafa haft á mönnun í fastar stöður heilsugæslulækna á landsbyggðinni að ráða verktakalækna til starfa?
     7.      Telur ráðherra að vikið hafi verið frá samningsbundnum launakjörum við ráðningar heilsugæslulækna á landsbyggðinni, og ef svo er, telur hann að slíkt sé æskilegt?
     8.      Tekur ráðherra undir það sjónarmið, sem fram hefur komið, að heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni hafi ekki meiri og stundum minni kostnað af verktakalæknum en heilsugæslulæknum í föstu starfi?


Skriflegt svar óskast.