Ferill 276. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 307  —  276. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um endurskoðun námslánakerfisins.

Frá Guðmundi Andra Thorssyni.


     1.      Hefur verið haft nægilegt samráð við námsmenn við endurskoðun á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna og komið til móts við óskir þeirra, en í sáttmála ríkisstjórnarflokkanna segir að ráðist verði í endurskoðun námslánakerfisins í samstarfi við námsmannahreyfingarnar?
     2.      Er gert ráð fyrir auknum fjárveitingum til Lánasjóðs íslenskra námsmanna í samræmi við kostnað sem fylgir innleiðingu styrkjakerfis að norrænni fyrirmynd sem gefin eru fyrirheit um í sáttmála ríkisstjórnarflokkanna?
     3.      Mun ráðherra leggja til að vaxtastig námslána verði hækkað og tekjutengdar afborganir afnumdar af lánakjörum lántakenda?


Skriflegt svar óskast.