Ferill 563. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 948  —  563. mál.




Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um stafrænar smiðjur.

Frá Ásgerði K. Gylfadóttur.


     1.      Hvaða hlut á Nýsköpunarmiðstöð Íslands í uppsetningu og rekstri stafrænna smiðja ( Fab Lab-smiðja) á landinu?
     2.      Hver er stefna ráðuneytisins um stuðning við nýsköpun og önnur þau verkefni sem fram fara í stafrænum smiðjum?
     3.      Hver er stefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands varðandi aðkomu að stafrænum smiðjum?
     4.      Hvernig hefur þróunin verið undanfarin tíu ár í stuðningi og rekstraraðstoð Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands við stafrænar smiðjur?


Skriflegt svar óskast.