Ferill 598. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Prentað upp.

Þingskjal 999  —  598. mál.
Skriflegt svar.




Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um eftirfylgni með þingsályktun um aðgengi að stafrænum smiðjum.

Frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur.


    Hvað líður áætlunargerð um uppbyggingu reksturs stafrænna smiðja með það að markmiði að fyrst og fremst framhaldsskólanemendur hafi aðgang að slíkum smiðjum, sbr. þingsályktun um aðgengi að stafrænum smiðjum sem samþykkt var 6. júní 2018? Hvenær má búast við að þeirri áætlunargerð verði lokið?


Skriflegt svar óskast.