Ferill 703. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1127  —  703. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um lúðuveiðar.

Frá Ingu Sæland.


     1.      Hve mikið af lúðu hefur árlega borist skráð að landi frá því að lagt var bann við öllum beinum veiðum á lúðu með reglugerð nr. 470/2012?
     2.      Hverjar voru tíu helstu löndunarhafnir lúðu á árunum frá því að veiðibann tók gildi fram til 2019?
     3.      Hvernig skiptist skráður lúðuafli milli gerða veiðarfæra 2012–2019, sundurliðað eftir árum?
     4.      Hefur verið gripið til einhverra annarra aðgerða en veiðibanns til að verja lúðustofninn?
     5.      Telja vísindamenn að þess sjáist merki að árangur hafi náðst í endurreisn lúðustofnsins eftir að veiðibann tók gildi 2012?
     6.      Hvaða aðferðum er beitt til þess að fylgjast með og meta vöxt og viðgang lúðustofnsins?
     7.      Er það skráð í afladagbækur skipa eða með öðrum hætti þegar lúður veiðast og er sleppt aftur í hafið? Ef ekki, hvers vegna er það ekki gert?


Skriflegt svar óskast.