Ferill 720. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1148  —  720. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um fjármál trúfélaga og lífsskoðunarfélaga.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvernig er eftirliti með fjármálum trúfélaga og lífsskoðunarfélaga háttað samkvæmt lögum um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög, nr. 108/1999?
     2.      Hversu tíð voru sein skil og vanskil af hálfu trúfélaga og lífsskoðunarfélaga á skýrslum um starfsemi skv. 5. gr. sömu laga á árabilinu 2013–2018?
     3.      Telur ráðherra rétt að herða viðurlög við því að trúfélög og lífsskoðunarfélög skili ekki eða vanræki að skila skýrslu um starfsemi á tilsettum tíma?
     4.      Telur ráðherra rétt að gera kröfur um frekari upplýsingar í skýrslum um starfsemi trúfélaga og lífsskoðunarfélaga með tilliti til fjárhags félaganna og ráðstöfunar fjármuna þeirra? Kemur til greina að skylda slík félög til að skila ársreikningum í samræmi við lög um ársreikninga, nr. 3/2006?


Skriflegt svar óskast.