Ferill 680. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1324  —  680. mál.




Svar


forsætisráðherra við fyrirspurn frá Ingu Sæland um nefndir, starfshópa, faghópa og ráð á vegum ráðuneytisins.


     1.      Hvaða nefndir, starfshópar, faghópar, ráð og áþekkir hópar starfa á vegum ráðuneytisins? Meðlimir hvaða hópa fá greidd laun fyrir vinnu sína?
    Eftirfarandi nefndir, starfshópar, faghópar og ráð eru nú starfandi á vegum ráðuneytisins:
          Aðgerðahópur um verkefnið karlar og jafnrétti.
          Aðgerðahópur stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins til þess að vinna að launajafnrétti kynjanna.
          Almannavarna- og öryggisráð.
          Barnamenningarsjóður Íslands.
          Framtíðarnefnd forsætisráðherra.
          Jafnréttisráð.
          Kærunefnd jafnréttismála.
          Málnefnd Stjórnarráðsins.
          Nefnd til að leiða viðræður um sáttaumleitanir við fyrrum sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.
          Nefnd um aðgerðir vegna upplýsingaóreiðu.
          Nefnd um endurskoðun laga og reglna um eignarhald á landi og fasteignum.
          Nefnd um endurskoðun laga um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra.
          Nefnd um framkvæmd heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
          Nefnd um framtíðarstarfsemi á Hrafnseyri.
          Nefnd um umbætur á úrvinnslu og nýtingu launatölfræðiupplýsinga.
          Nefnd um þróun mælikvarða um hagsæld og lífsgæði.
          Orðunefnd.
          Óbyggðanefnd.
          Ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur.
          Ritstjórn Samráðsgáttar.
          Samráðshópur um flutning velferðarráðuneytisins í hús nr. 4 við Skúlagötu.
          Samráðsvettvangur ráðuneytanna um löggjafarmálefni.
          Samstarfsnefnd um málefni þjóðlendna.
          Starfshópur um ákvörðun ESA varðandi ríkisaðstoð við orkufyrirtæki.
          Stefnuráð Stjórnarráðs Íslands.
          Stýrihópur um framkvæmd EES-samningsins.
          Stýrihópur um framkvæmd vottunar- og faggildingarmála.
          Stýrihópur um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi.
          Ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
          Úrskurðarnefnd um upplýsingamál.
          Verkefnastjórn heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
          Verkefnisstjórn um peningastefnu, þjóðhagsvarúð og fjármálaeftirlit.
          Vísinda- og tækniráð.
          Þjóðaröryggisráð.
          Verkefnisstjórn um mótun innleiðingaráætlunar um samþættingu kynja og jafnréttissjónarmiða í stefnumótun og ákvarðanatöku ráðuneyta og stofnana ríkisins í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, og framkvæmdaáætlun ríkisstjórnar í jafnréttismálum (2016–2019).
          Jafnréttissjóður Íslands.
          Tengiliðahópur vegna ritunar skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við ábendingum í skýrslum rannsóknarnefnda Alþingis.
          Nefnd um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis.

    Meðlimir í eftirfarandi hópum, einn eða fleiri, fá greitt fyrir störf sín:
          Kærunefnd jafnréttismála.
          Nefnd til að leiða viðræður um sáttaumleitanir við fyrrum sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.
          Nefnd um framtíðarstarfsemi á Hrafnseyri.
          Óbyggðanefnd.
          Úrskurðarnefnd um upplýsingamál.
          Jafnréttissjóður Íslands.
          Nefnd um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis.
          Verkefnisstjórn um peningastefnu, þjóðhagsvarúð og fjármálaeftirlit.

     2.      Hversu mikill kostnaður hlaust af starfsemi ofangreindra hópa árið 2018?
    Kostnaður ráðuneytisins vegna fyrrgreindra hópa á árinu 2018 nam samtals u.þ.b. 43 millj. kr. Kostnaður vegna vinnuframlags starfsmanna ráðuneytisins vegna hópanna er ekki tiltekinn.

     3.      Hyggst ráðherra stuðla að einfaldara og ódýrara stjórnkerfi með því að fækka launuðum nefndum, starfshópum, faghópum, ráðum og áþekkum hópum á vegum ráðuneytisins?
    Ávallt er reynt að gæta aðhalds og hagkvæmni við skipun nefnda og starfshópa og í rekstri þeirra. Tilgangur og markmið með skipun nefnda og starfshópa að frumkvæði ráðherra er í grófum dráttum þrennskonar. Í fyrsta lagi að tryggja samráð og samvinnu milli fulltrúa þeirra stjórnvalda sem hafa aðkomu að viðkomandi málefni lögum samkvæmt. Í öðru lagi að tryggja að sjónarmið helstu hagsmunaaðila komist að í umfjöllun og við stefnumótun stjórnvalda á málefnasviðum sem þau varða og í þriðja lagi að tryggja faglega stefnumótun og úrvinnslu mála með aðkomu utanaðkomandi sérfræðinga á viðkomandi sviði. Kostnaður vegna nefnda liggur fyrst og fremst í þóknunum sem greiddar eru til utanaðkomandi sérfræðinga fyrir þátttöku þeirra í nefndarstarfi, enda er það meginregla að ekki sé greitt fyrir setu fulltrúa stjórnvalda og hagsmunaaðila í nefndum og ráðum á vegum ráðuneyta. Er það afstaða ráðherra að við úrlausn mikilvægra og flókinna verkefna af hálfu stjórnvalda beri jafnan að leitast við að afla ráðgjafar og álits færustu sérfræðinga á viðkomandi sviði til að tryggja, eins og unnt er, gæði stefnumótunar og ákvörðunartöku. Með vísan til framangreinds er það ekki markmið í sjálfu sér að draga úr þátttöku utanaðkomandi sérfræðinga í nefndarstarfi, og þar með launuðum nefndum og starfshópum, heldur ræðst fjöldi slíkra nefnda af eðli þeirra verkefna sem unnið er að í ráðuneytinu á hverjum tíma og þeim stjórnarmálefnum sem undir það heyra.