Ferill 1006. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 2099  —  1006. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Karli Gauta Hjaltasyni um stjórnvaldssektir og dagsektir.


    Af stofnunum ráðuneytisins hafa fimm heimild til að leggja á stjórnvaldssektir og dagsektir en það eru Fjármálaeftirlitið, ríkisskattstjóri, skattrannsóknarstjóri, tollstjóri og yfirskattanefnd. Hér á eftir koma svör fyrrgreindra stofnana.

     1.      Hver var fjöldi ákvarðana um stjórnvaldssektir annars vegar og dagsektir hins vegar í þeim stofnunum sem heyrðu undir ráðherra á árabilinu 2011–2018?

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     2.      Hversu margir voru þolendur ákvarðananna, skipt í einstaklinga og lögaðila?

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     3.      Hver var upphæð sektanna í einstökum tilfellum og heildarupphæðir þeirra á hverju ári?

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     4.      Hversu margar þessara sekta voru innheimtar, hversu margar voru felldar niður eða lokið með öðrum hætti? Hversu mörgum þeirra var skotið til æðra stjórnvalds og hver voru afdrif málsins?
    Fjármálaeftirlitið (FME) hefur ekki upplýsingar um hversu margar sektir eða dagsektir hafa verið innheimtar. Ákvörðunum FME verður aðeins skotið til dómstóla, sbr. 18. gr. laga nr. 87/1998. Í fjórum tilvikum hafa lögaðilar borið stjórnvaldssektarákvörðun FME undir dómstóla. Í tveimur tilvikum var ákvörðun FME ógilt og í tveimur tilvikum var eftirlitið sýknað. Einu þessara mála var áfrýjað til Landsréttar og bíður málið meðferðar hjá dómnum. Fjórir einstaklingar hafa kvartað til embættis Umboðsmanns Alþingis vegna meðferðar mála þeirra hjá FME og var þeim málum lokið án athugasemda af hálfu umboðsmanns. Einn lögaðili bar dagsektarákvörðun FME undir dómstóla, sem lauk með dómi Hæstaréttar þar sem ákvörðun FME var ógilt.
    Ákvarðanir ríkisskattstjóra um sektir hafa verið lækkaðar í 5.790 tilvikum, sektir felldar niður í 1.241 tilvikum og greiddar að fullu í 6.359 tilvikum. Upplýsingar um fjölda sekta sem hafa verið greiddar að hluta lágu ekki fyrir.
    Tollstjóri beitti álagi í þrettán málum árið 2018, í sjö tilfellum var ákvörðun um beitingu álags skotið til yfirskattanefndar og er eitt málanna þar enn til meðferðar. Í þremur málanna var ákvörðun um beitingu álags felld úr gildi en í hinum þremur var álagsbeitingin staðfest. Af þeim níu málum sem ákvörðun um álag var staðfest hefur greiðsla borist í sjö málum.
    Sektir skattrannsóknarstjóra og yfirskattanefndar eru endanleg ákvörðun á stjórnsýslustigi og verður því ekki skotið til æðra stjórnvalds. Stofnanirnar sjá ekki um innheimtu sektanna og hafa því ekki upplýsingar um innheimtuhlutfall.
    Aðrar stofnanir og stjórnvöld sem heyra undir fjármála- og efnahagsráðuneytið hafa hvorki heimildir til að taka ákvarðanir um stjórnvaldssektir né dagsektir og hafa því ekki verið talin upp hér að framan.