Ferill 113. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 113  —  113. mál.




Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um skuldbindingu íslenska ríkisins um að réttilega innleiddar EES-gerðir hafi forgangsáhrif í íslenskum rétti.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Með hvaða hætti hefur ráðherra hagað undirbúningi þess að svarað verði áminningarbréfi Eftirlitsstofnunar Evrópu, dags. 13. desember 2017, vegna þess sem stofnunin telur vera óviðunandi innleiðingu íslenska ríkisins á skuldbindingum sem felast í bókun 35 við EES-samninginn þess efnis að komi til árekstra á milli EES-reglna sem komnar eru til framkvæmdar og annarra settra laga gildi EES-reglur í þeim tilvikum?
     2.      Hvaða efnisþætti og lagarök telur ráðherra helst eiga við í þessu efni?


Skriflegt svar óskast.