Ferill 155. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 155  —  155. mál.




Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um fullgildingu alþjóðasamnings um orkumál.

Frá Jóni Þór Ólafssyni.

     1.      Á hvaða grundvelli og með hvaða rökum var ECT-samningurinn um orkumál fullgiltur af Íslands hálfu 7. júlí 2015?
     2.      Telur ráðherra að samningurinn hafi áhrif á fullveldi Íslands í orkumálum og þá með hvaða hætti?
     3.      Telur ráðherra að samningurinn heimili erlendum aðila að höfða mál gegn íslenska ríkinu ef stefna stjórnvalda eða landslög stangast á við ákvæði samningsins?
     4.      Telur ráðherra að íslensk stjórnvöld hafi undirgengist að greiða skaðabætur ef Ísland brýtur gegn ákvæðum samningsins?
     5.      Hvers vegna var ekki tilkynnt opinberlega um fullgildinguna á vef Stjórnarráðsins á sínum tíma?
     6.      Hverjir undirrituðu samninginn fyrir hönd Íslands?
     7.      Var málið borið undir Alþingi með einhverjum hætti og ef ekki, hvers vegna taldi ráðherra ekki þörf á því?


Skriflegt svar óskast.