Ferill 220. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 233  —  220. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um stefnu og aðgerðir í loftslagsmálum.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hver er í einstökum atriðum stefna ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum? Hvaða töluleg markmið hafa verið sett um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis?
     2.      Hverjar eru helstu vísindalegar rannsóknir og niðurstöður sem ríkisstjórnin leggur til grundvallar og hefur til hliðsjónar við mótun stefnu í loftslagsmálum og framkvæmd aðgerða?
     3.      Hverjar eru skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum vegna Parísarsamkomulagsins? Hver eru áfangamarkmið og lokamarkmið með skilgreindum mælikvörðum og viðmiðunum?
     4.      Hver er áætlaður kostnaður við að ná áfangamarkmiðum Íslands og lokamarkmiðum, og hver er áætlaður fjárhagslegur ávinningur, t.d. í eldsneytissparnaði?
     5.      Hvernig er háttað samstarfi Íslands við Evrópusambandið í loftslagsmálum? Hefur Ísland undirgengist skuldbindingar í loftslagsmálum á grundvelli EES-samningsins?


Skriflegt svar óskast.