Ferill 221. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 234  —  221. mál.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um kynskráningu í þjóðskrá.

Frá Margréti Tryggvadóttur.


     1.      Hvers vegna er íslenskum borgurum búsettum erlendis, sem ekki hafa möguleika á breyttri kynskráningu og samhliða breytingu á nafni í búsetulandi án þess að fá fyrst nýtt vegabréf, eigi að síður vísað til þarlendra yfirvalda af Þjóðskrá Íslands? Hefur ráðherra í hyggju að leggja til breytt verklag að þessu leyti?
     2.      Telur ráðherra við hæfi að íslenskum umsækjendum með búsetu erlendis sé vísað til yfirvalda í landi þar sem kröfur um sálfræði- og læknisfræðilegar meðferðir, aðgerðir og greiningar eru settar sem skilyrði fyrir breyttri kynskráningu í ljósi þess að slík skilyrði eru bönnuð hér á landi?


Skriflegt svar óskast.