Ferill 263. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 286  —  263. mál.




Fyrirspurn


til forsætisráðherra um dreifingu fjármagns til rannsókna, þróunar og nýsköpunar eftir landshlutum.

Frá Unni Brá Konráðsdóttur.


     1.      Hvernig hyggjast stjórnvöld byggja upp vísinda- og nýsköpunarstarf um allt land, í ljósi framhaldsúttektar Daða Más Kristóferssonar um dreifingu fjármagns til rannsókna, þróunar og nýsköpunar eftir landshlutum þar sem fram kemur m.a. að meiri hluti framlaga rennur til höfuðborgarinnar og lægstu framlög, miðað við íbúatölu, til Reykjaness og Suðurlands?
     2.      Hvernig geta stjórnvöld betur tryggt jafnræði hvað varðar tækifæri til að sækja í stuðningsumhverfi og hvatt stofnanir og einstaklinga um land allt til að sækja meira í rannsókna- og nýsköpunarsjóði?