Ferill 268. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 297  —  268. mál.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga.

Frá Þorgrími Sigmundssyni.


     1.      Hvers vegna telur ráðherra að hentugt sé að sveitarfélög hafi ekki færri en eitt þúsund íbúa? Hvernig er sú tala fengin?
     2.      Telur ráðherra að smærri sveitarfélög hafi ekki þjónustað íbúa sína hingað til í samræmi við skuldbindingar sínar? Telur ráðherra að smærri sveitarfélög hafi staðið sig verr en stærri sveitarfélög að þessu leyti?


Skriflegt svar óskast.