Ferill 351. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 408  —  351. mál.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um vegaframkvæmdir í Finnafirði.

Frá Hönnu Katrínu Friðriksson.


     1.      Hver er staðan varðandi aðkomu ríkisins að vegauppbyggingu í Finnafirði, sbr. samstarfssamning sem var undirritaður í apríl sl. um þróun og uppbyggingu hafnarstarfsemi í Finnafirði og svar við fyrirspurn á þskj. 1815 á 145. löggjafarþingi um aðkomu ríkisins að því að styrkja vegakerfið á svæðinu? Er undirbúningur hafinn og hafa framkvæmdir verið tímasettar?
     2.      Er tekið tillit til þessara framkvæmda í nýrri samgönguáætlun sem ætlunin er að leggja fyrir þingið undir lok þessa árs? Hvernig er ætlunin að fjármagna þessar framkvæmdir?
     3.      Munu þessar framkvæmdir hafa áhrif á forgangsröðun vegaframkvæmda næstu árin, eins og sú forgangsröðum hefur birst í þeim samgönguáætlunum sem ráðherra hefur kynnt?


Skriflegt svar óskast.