Ferill 515. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Prentað upp.

Þingskjal 853  —  515. mál.
Ráðherra.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um skaðabótakröfur vegna úthlutunar á heimildum til veiða á makríl.

Frá Þorgerði K. Gunnarsdóttur.


     1.      Hversu margar útgerðir hafa krafið íslenska ríkið um skaðabætur vegna úthlutunar á heimildum til veiða á makríl í kjölfar tveggja dóma Hæstaréttar frá 6. desember 2018 og hvaða útgerðir eru það?
     2.      Til hvaða ára ná skaðabótakröfurnar?
     3.      Um hversu miklar aflaheimildir er að ræða hjá hverri útgerð fyrir sig, á hverju ári og samtals?
     4.      Hver er skaðabótakrafa einstakra útgerða á hverju ári og samtals?
     5.      Hvaða forsendur liggja fyrir útreikningi bótafjárhæðar hverrar útgerðar fyrir sig?


Skriflegt svar óskast.