Ferill 210. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 873  —  210. mál.




Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um utanlandsferðir á vegum ráðuneytisins.


     1.      Hversu margar utanlandsferðir fóru árin 2016–2019:
                  a.      ráðherra,
                  b.      yfirstjórn,
                  c.      almennir starfsmenn,
                  d.      starfsmenn stofnana ráðuneytisins, sundurliðað eftir stofnunum?
    Eftirfarandi tafla sýnir hversu margar utanlandsferðir ráðherra, yfirstjórn, almennir starfsmenn og starfsmenn stofnana ráðuneytisins fóru á árunum 2016–2019. Einnig sést hvort ferðirnar voru kolefnisjafnaðar eða ekki. Fyrirspurnin var send til 52 undirstofnana ráðuneytisins og fengust svör frá 32 stofnunum. Allar upplýsingar um stofnanir ráðuneytisins voru fengnar frá þeim sjálfum.

Aðili 2016 2017 2018 2019 Alls Kolefnisjöfnun
Ráðherra 16 7 13 8 44 2019
Yfirstjórn MRN 40 37 30 18 125 2019
Aðrir starfsmenn MRN 208 228 223 200 859 2019
Borgarholtsskóli 2 3 13 5 23 Nei
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra 3
Fjölbrautaskóli Suðurlands 0 Á ekki við
Fjölbrautaskóli Suðurnesja 6 Nei
Fjölbrautaskóli Vesturlands 1 Nei
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ 13 12 17 12 54 Nei
Fjölmiðlanefndin 32 Nei
Flensborgarskóli 14
Framhaldsskólinn á Laugum 1 2 3 3 9
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu 33 Nei
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ 32 Nei
Hljóðbókasafnið 16 12 10 5 43
Háskóli Íslands 2.621 Nei
Háskólinn á Hólum 10 9 15 18 52 Vantar svar
Kvikmyndamiðstöð Íslands 33 27 31 17 108 Nei
Kvikmyndasafn Íslands 1 3 7 8 19 Nei
Landbúnaðarháskóli Íslands 103 102 114 70 389 Nei
Landsbókasafn 11 13 16 16 56 Nei
Listasafn Einars Jónssonar 1 2 3
Listasafn Íslands 21 Nei
LÍN 5 3 3 0 11 Nei
Menntamálastofnun 51 44 72 40 207 Nei
Menntaskólinn við Hamrahlíð 16 24 24 23 87
Menntaskólinn á Laugarvatni 2 2 3 6 17 Nei
Menntaskólinn á Tröllaskaga 60 3 7 16 86
Menntaskólinn í Reykjavík 25 45 4 74 Óbeint
Miðstöð íslenskra bókmennta Nei
Náttúruminjasafn 6 1 7 2 13 Nei
Rannís 254 250 293 268 1.065 Byrjað
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra 3 11 4 18 Nei
Verkmenntaskólinn á Akureyri 0 Nei
Íslenski dansflokkurinn 22 Nei
Þjóðleikhúsið 18 40 24 13 95
Þjóðminjasafn 52 Nei

     2.      Voru ferðirnar kolefnisjafnaðar?
    
2019 er fyrsta árið sem mennta- og menningarmálaráðuneytið kolefnisjafnar ferðir starfsfólks. Eins og fram kemur í töflu hér að framan eru nokkrar stofnanir ráðuneytisins einnig byrjaðar á því að kolefnisjafna ferðir starfsmanna.

     3.      Er til fjarfundabúnaður í ráðuneytinu eða í stofnunum sem heyra undir ráðuneytið og ef svo er, hvar?
    
Sérstakur fjarfundabúnaður er til í ráðuneytinu og allmörgum stofnunum þess, en á liðnum árum hafa fjarfundir í vaxandi mæli færst yfir á einkatölvur starfsmanna eða tölvur staðsettar í fundarherbergjum stofnananna.

     4.      Hversu margir fundir voru haldnir með fjarfundabúnaði árin 2016–2019 með aðilum í útlöndum?

    Ekki er haldið utan um fjölda fjarfunda við aðila í útlöndum í ráðuneytinu og almennt ekki í stofnunum þess en óhætt er að fullyrða að þessi samskiptamáti fer mjög vaxandi. Samkvæmt upplýsingum frá Rannís var fjöldi fjarfunda hjá stofnuninni á fyrrgreindu tímabili 659.