Ferill 683. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1189  —  683. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.


     1.      Á undan 1. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                      Í stað dagsetningarinnar „1. apríl 2020“ í ákvæði til bráðabirgða VI í lögunum kemur: 1. janúar 2021.
     2.      1. gr., er verði 2. gr., orðist svo:
                      Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                      Þrátt fyrir ákvæði 20. gr. er launagreiðendum, sem eiga við verulega rekstrarörðugleika að stríða á árinu 2020 vegna skyndilegs og ófyrirséðs tekjufalls sem leiðir af almennum samdrætti innan lands og á heimsvísu, heimilt að sækja um frestun á skilum á allt að þremur greiðslum af afdreginni staðgreiðslu af launum skv. 1. og 2. tölul. 5. gr., sem eru á gjalddaga 1. apríl 2020 til og með 1. desember 2020. Gjalddagi og eindagi þeirra greiðslna sem frestað er að uppfylltum skilyrðum þessa ákvæðis er 15. janúar 2021.
                      Ef arði er úthlutað eða eigin hlutir keyptir á árinu 2020 eða úttekt eigenda innan ársins 2020 fer umfram reiknað endurgjald þeirra verður ekki fallist á að um verulega rekstrarörðugleika sé að ræða í skilningi þessa ákvæðis.
                      Skilyrði fyrir frestun greiðslu skv. 1. mgr. eru þau að launagreiðandi sé ekki í vanskilum með opinber gjöld, skatta og skattsektir sem komnar voru á eindaga 31. desember 2019 og að álagðir skattar og gjöld byggist ekki á áætlunum vegna vanskila á skattframtölum og skýrslum, þ.m.t. staðgreiðsluskilagreinum og virðisaukaskattsskýrslum til Skattsins, sl. þrjú ár eða síðan hann hóf starfsemi.
                      Beiðni um frestun á greiðslum skv. 1. mgr. felur eðli máls samkvæmt í sér skil á viðkomandi skilagreinum skv. 2. mgr. 20. gr. Umsókn launagreiðanda um frestun skal hafa borist í síðasta lagi á eindaga viðkomandi greiðslutímabils skv. 1. mgr. 20. gr. á því formi sem Skatturinn ákveður. Við afgreiðslu og endurskoðun umsóknar er auk þess heimilt að fara sérstaklega fram á að umsækjandi sýni með rökstuðningi og gögnum fram á að við verulega rekstrarörðugleika sé að glíma, svo sem með hliðsjón af lækkun á virðisaukaskattsskyldri veltu, og að skilyrði ákvæðisins fyrir frestun séu að öðru leyti uppfyllt. Heimilt er að hafna umsókn sé talið að skilyrðum ákvæðisins sé ekki fullnægt. Almenn afgreiðsla á greiðslufrestun sætir síðari endurskoðun og felur því ekki í sér staðfestingu á því að skilyrði hennar hafi á afgreiðsludegi verið uppfyllt.
                      Leiði síðari skoðun í ljós að skilyrði greiðslufrestunar hafi ekki verið til staðar skal launagreiðandi sæta álagi til viðbótar upphæð skilafjárins skv. 28. gr. í samræmi við upphaflega gjalddaga og eindaga hvers greiðslutímabils sem greiðslu var frestað fyrir. Launagreiðandi og forsvarsmenn hans skulu ekki sæta öðrum viðurlögum.
                      Verði launagreiðandi sem frestað hefur greiðslum til eindaga 15. janúar 2021 skv. 1. mgr. fyrir miklu tekjufalli á rekstrarárinu 2020 samanborið við fyrra rekstrarár getur hann óskað eftir auknum fresti og dreifingu þessara greiðslna fram til 15. dags mánaðanna júní, júlí og ágúst 2021. Ósk um aukinn frest og greiðsludreifingu skal launagreiðandinn beina til Skattsins fyrir 15. janúar 2021, sem við afgreiðslu umsóknar skal m.a. líta til virðisaukaskattsskila umsækjanda á árinu 2020 og umfangs starfseminnar að öðru leyti.
                      Ákvæðið á ekki við um staðgreiðsluskil opinberra aðila, þ.e. aðila sem fara með ríkis- eða sveitarstjórnarvald. Þá á ákvæðið ekki við um staðgreiðslu skatts samkvæmt lögum um fjársýsluskatt, nr. 165/2011.
     3.      Á undan 2. gr., er verði 4. gr., komi ný grein, svohljóðandi:
                      Í stað dagsetningarinnar „1. apríl 2020“ í ákvæði til bráðabirgða X í lögunum kemur: 1. janúar 2021.
     4.      Í stað orðanna „gilda að öðru leyti ákvæði til bráðabirgða VI“ í 3. efnismgr. 2. gr., er verði 4. gr., komi: gildir að öðru leyti ákvæði til bráðabirgða VII.
     5.      Við 3. gr., er verði 5. gr.
                  a.      Í stað orðanna „skuli gjaldendur ekki greiða fyrir fram“ í a-lið komi: megi lækka eða fella niður fyrirframgreiðslu gjaldenda.
                  b.      B-liður orðist svo:
                      Auk barnabóta skv. A-lið 68. gr. skal við álagningu 2020 greiða sérstakan barnabótaauka, annars vegar 42.000 kr. með hverju barni í þeim tilvikum þar sem greiddar eru tekjutengdar barnabætur til framfærenda og hins vegar 30.000 kr. með hverju barni þeirra framfærenda sem ekki fá greiddar barnabætur vegna tekjuskerðingarákvæða.
                      Sérstakur barnabótaauki samkvæmt ákvæði þessu telst ekki til skattskyldra tekna og leiðir ekki til skerðingar annarra greiðslna.
                      Sérstökum barnabótaauka verður ekki skuldajafnað á móti opinberum gjöldum til ríkissjóðs, opinberum gjöldum til sveitarfélaga og vangreiddum meðlögum til Innheimtustofnunar sveitarfélaga.
                      Ráðherra er heimilt með reglugerð að kveða nánar á um framkvæmd ákvæðisins.
     6.      B-liður 4. gr., er verði 6. gr., orðist svo:
                      Þrátt fyrir ákvæði 122. gr. skal gjalddagi aðflutningsgjalda, hjá aðilum sem njóta greiðslufrests á aðflutningsgjöldum, vegna uppgjörstímabilanna mars og apríl, maí og júní, júlí og ágúst, september og október og nóvember og desember á árinu 2020 vera 5. dagur annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils, sbr. 1. og 2. mgr. 122. gr. Beri gjalddaga upp á helgidag eða almennan frídag færist gjalddagi á næsta virkan dag á eftir.
     7.      Við 5. gr., er verði 7. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „af vinnu manna“ í 1. og 2. málsl. 1. mgr. a-liðar komi: sem unnin er innan þess tímabils.
                  b.      Á eftir orðunum „af þjónustu“ í 1. og 2. málsl. 2. mgr. a-liðar komi: sem veitt er innan þess tímabils.
                  c.      Á eftir 3. mgr. a-liðar komi tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                      Á tímabilinu frá 1. mars 2020 til og með 31. desember 2020 skal endurgreiða einstaklingum utan rekstrar 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af vinnu manna sem unnin er innan þess tímabils vegna bílaviðgerðar, bílamálningar eða bílaréttingar fólksbifreiða. Skilyrði endurgreiðslu er að fólksbifreið sé í eigu umsækjanda og að fjárhæð vinnuliðar sé að lágmarki 25.000 kr. án virðisaukaskatts. Endurgreiðsla eftir ákvæði þessu skal innt af hendi á grundvelli framlagðra reikninga eins fljótt og auðið er, þó aldrei síðar en 90 dögum eftir að Skattinum barst erindið.
                      Endurgreiðsla samkvæmt ákvæði þessu tekur ekki til virðisaukaskatts sem færa má til innskatts, sbr. VII. kafla. Skilyrði endurgreiðslu samkvæmt ákvæði þessu er að seljandi þjónustu sé skráður á virðisaukaskattsskrá á því tímamarki þegar viðskipti eiga sér stað.
                  d.      C-liður orðist svo:
                      Þrátt fyrir ákvæði VII. kafla og 7. mgr. 20. gr. er á gjalddaga virðisaukaskatts vegna uppgjörstímabilanna mars og apríl, maí og júní, júlí og ágúst, september og október og nóvember og desember á árinu 2020, sbr. 2. mgr. 24. gr., heimilt að færa til innskatts á virðisaukaskattsskýrslu allan virðisaukaskatt vegna viðkomandi uppgjörstímabils, að teknu tilliti til ákvæða laga þessara, þótt engum eða einungis hluta af gjaldföllnum virðisaukaskatti hafi á þeim tíma verið skilað, sbr. ákvæði til bráðabirgða XVII í tollalögum, nr. 88/2005.
                  e.      Við bætist tveir nýir liðir, svohljóðandi:
                      d.      (XXXVI.)
                                 Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 25. gr. skal gildisdagur endurgreiðslu vegna uppgjörstímabila á árinu 2020 vera gjalddagi uppgjörstímabils hafi skýrslu verið skilað á tilskildum tíma. Að öðru leyti gilda ákvæði 25. gr. um endurgreiðsluna.
                      e.      (XXXVII.)
                                 Á árinu 2020 er Skattinum heimilt, samkvæmt tilmælum eða að höfðu samráði við ráðherra, að fella niður álag skv. 27. gr., tímabundið eða ótímabundið, enda hamli utanaðkomandi eða óviðráðanleg atvik almennt greiðslu virðisaukaskatts á réttum tíma.
     8.      Á eftir orðinu „gistingar“ í 1. mgr. a-liðar 6. gr., er verði 8. gr., komi: sem veitt er.
     9.      Á eftir 8. gr., er verði 10. gr., komi ný grein, svohljóðandi:
                      Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                      Þrátt fyrir ákvæði samþykkta lífeyrissjóða um vanskilavexti er stjórn lífeyrissjóðs heimilt að setja reglur um innheimtu vanskilavaxta sem eru lægri en dráttarvextir skv. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu, vegna iðgjalda skv. 1. mgr. 2. gr. sem eru komin fram yfir eindaga. Heimildin tekur til iðgjaldagreiðslutímabils frá 1. janúar 2020 til 1. janúar 2021.
     10.      Við 11. gr., er verði 14. gr.
                  a.      Í stað orðanna „ 2.–4. mgr. 1. gr. ákvæðis til bráðabirgða VI“ í 1. efnismgr. komi: ákvæði til bráðabirgða VII.
                  b.      Við 1. efnismgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Gjalddagi og eindagi greiðslna sem frestun tekur réttilega til er 15. janúar 2021.
     11.     
12. gr., er verði 15. gr., orðist svo:
                      Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                      Ákvæði laga þessara gilda ekki um þær ábyrgðarskuldbindingar sem ríkissjóði er heimilt að undirgangast gagnvart lánastofnunum vegna viðbótarlána þeirra til fyrirtækja sem orðið hafa fyrir verulegu tekjutapi vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Afla skal heimilda í fjáraukalögum fyrir árið 2020 vegna þessara ábyrgðaskuldbindinga og er ráðherra heimilt að semja við Seðlabanka Íslands um að annast framkvæmdina gagnvart lánastofnunum. Í slíkum samningi skal kveðið á um grunnskilyrði um viðbótarlán með ábyrgð ríkisins samkvæmt þessu ákvæði, m.a. um að lántaki greiði ekki arð eða kaupi eigin hluti á meðan ríkisábyrgðar nýtur við.
                      Ráðherra skipar nefnd til að hafa eftirlit með framkvæmd þessa ákvæðis. Nefndarmenn skulu hafa þekkingu á málefnum fjármálamarkaðar. Forsætisráðherra tilnefnir einn nefndarmann, samstarfsnefnd háskólastigsins einn og skal einn skipaður án tilnefningar og skal hann vera formaður nefndarinnar.
                      Nefnd skv. 2. mgr. getur kallað eftir upplýsingum og gögnum um framkvæmd samnings skv. 1. mgr. bæði frá Seðlabankanum og hlutaðeigandi lánastofnunum. Nefndin skal skila ráðherra skýrslu um framkvæmdina á sex mánaða fresti, í fyrsta sinn fyrir 1. nóvember 2020, en jafnframt skal hún upplýsa ráðherra án tafar ef hún verður vör við brotalamir í framkvæmdinni. Ráðherra skal leggja skýrslur nefndarinnar fyrir Alþingi. Nefndarmenn eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
     12.      13. gr. falli brott.
     13.      Við bætist sex nýir kaflar, XII. kafli, Breyting á þinglýsingalögum, nr. 39/1978, XIII. kafli, Breyting á lögum um samningsveð, nr. 75/1997, XIV. kafli, Breyting á lögum um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, XV. kafli, Breyting á lögum um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks, nr. 51/1995, XVI. kafli, Breyting á lögum nr. 79/2019, um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð, nr. 130/2016, og XVII. kafli, Breyting á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, með einni grein hver, svohljóðandi:
                  a.      (16. gr.)
                      Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                      Þrátt fyrir ákvæði laga þessara öðlast viðauki við veðbréf, þar sem kröfuhafi er opinber stofnun eða fjármálafyrirtæki eða lífeyrissjóður með fullgilt starfsleyfi, sem kveður eingöngu á um frestun greiðslna á skuldum einstaklinga eða fyrirtækja, þ.m.t. vöxtum og afborgunum, í allt að níu mánuði, frá og með 16. mars 2020 til og með 1. september 2020, vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, sömu réttaráhrif og ef honum væri þinglýst og hann samþykktur af síðari veðhöfum. Viðauki skv. 1. málsl. skal undirritaður af hálfu lántaka, eða einhvers þess sem hefur heimild til að skuldbinda lögaðila, með eiginhandarundirskrift og vottaður í samræmi við 22. gr. eða undirritaður með fullgildri rafrænni undirskrift.
                      Í viðauka skv. 1. mgr. skal tekið fram að skilmálabreyting sé gerð vegna faraldurs kórónuveiru. Viðauka skv. 1. mgr. skal þinglýsa fyrir 16. mars 2021.
                      Veðskuldabréf og tryggingabréf skulu ávallt árituð um skilmálabreytingu þá sem felst í viðauka skv. 1. mgr.
                  b.      (17. gr.)
                      Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                      Ákvæði til bráðabirgða III í þinglýsingalögum gengur framar ákvæðum laga þessara.
                  c.      (18. gr.)
                      6. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XIII í lögunum fellur brott.
                  d.      (19. gr.)
                      Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                      Atvinnurekandi sem nýtir heimildir ákvæðis til bráðabirgða XIII í lögum um atvinnuleysistryggingar um minnkað starfshlutfall launamanna getur ekki nýtt heimildir laga þessara til greiðslna úr Atvinnuleysistryggingasjóði.
                      Ákvæði þetta gildir til og með 31. desember 2020.
                  e.      (20. gr.)
                      Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                      Þrátt fyrir ákvæði laga þessara skal ekki hækka laun þeirra sem getið er í II.–VII. kafla fyrr en 1. janúar 2021 og skal sú hækkun vera í samræmi við hlutfallslega breytingu á reglulegum meðallaunum ríkisstarfsmanna eins og þau birtast í tölum Hagstofu Íslands fyrir árið 2019.
                  f.      (21. gr.)
                      Við 23. tölul. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Þeir sem áttu rétt á greiðslu skv. 1. mgr. skulu eiga rétt á eingreiðslu að fjárhæð 20.000 kr. sem greiðist eigi síðar en 1. júní 2020. Um greiðsluna gildir að öðru leyti ákvæði 1. mgr.
     14.      Fyrirsögn frumvarpsins verði: Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru.