Ferill 738. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1280  —  738. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um burðarþolsmat fjarða og hafsvæða fyrir fiskeldi.

Frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur.


     1.      Hvaða firðir og hafsvæði hafa þegar verið burðarþolsmetin, sbr. lög um fiskeldi, nr. 71/2008, og hvert er burðarþol hvers og eins þeirra? Svar óskast sundurliðað eftir fjörðum og hafsvæðum.
     2.      Er unnið að burðarþolsmati á fleiri fjörðum og hafsvæðum? Ef svo er, hverjum og hvenær má vænta niðurstöðu?
     3.      Hefur ráðherra ákveðið hvaða firði og hafsvæði skuli meta til burðarþols og hvenær það skuli gert, sbr. 6. gr. b laga um fiskeldi?


Skriflegt svar óskast.