Ferill 725. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Prentað upp.

Þingskjal 1381  —  725. mál.
Leiðréttur texti.

2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (ÓBK, JSV, BN, BHar, ÓGunn, SDG, WÞÞ).


     1.      Í stað orðanna „sem höfðu hafið“ í fyrri málslið 1. gr. komi: hófu.
     2.      Við 3. gr. bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Varanlegur miðill: Tæki sem gerir neytanda kleift að geyma upplýsingar, sem beint er til hans, óbreyttar þannig að hann geti afritað þær og flett upp í þeim í hæfilegan tíma, svo sem netbanki lánastofnunar.
     3.      Við 4. tölul. 4. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Að auki skal hann, eftir því sem við á og á sama tímabili, hafa staðið skil á ársreikningum, sbr. lög um ársreikninga, nr. 3/2006, og upplýst um raunverulega eigendur, sbr. lög nr. 82/2019.
     4.      2. mgr. 5. gr. falli brott.
     5.      Við 7. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „gilda ákvæði“ í 4. mgr. komi: 94.
                  b.      5. mgr. falli brott.
     6.      Við 10. gr.
                  a.      1. málsl. orðist svo: Ríkissjóður ábyrgist, eftir því sem nánar greinir í 2. mgr. 11. gr., stuðningslán sem lánastofnun sem hefur samið við Seðlabanka Íslands skv. 2. mgr. 20. gr. veitir fyrir lok árs 2020 til rekstraraðila sem uppfyllir öll eftirtalin skilyrði.
                  b.      Í stað fjárhæðarinnar „500 millj. kr.“ í 2. tölul. komi: 1.200 millj. kr.
                  c.      Við 6. tölul. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Að auki skal hann, eftir því sem við á og á sama tímabili, hafa staðið skil á ársreikningum, sbr. lög um ársreikninga, nr. 3/2006, upplýst um raunverulega eigendur, sbr. lög nr. 82/2019, og staðið skil á skýrslu um eignarhald á CFC-félagi, sbr. 10. gr. reglugerðar nr. 1102/2013, um skattlagningu vegna eignarhalds í lögaðilum á lágskattasvæðum.
                  d.      8. tölul. orðist svo: Hann uppfyllir hlutlæg viðmið sem ráðherra skilgreinir í reglugerð og gefa tilefni til að ætla að hann verði rekstrarhæfur þegar bein áhrif heimsfaraldurs kórónuveiru eru liðin hjá.
     7.      Við 11. gr.
                  a.      Í stað fjárhæðarinnar „6 millj. kr.“ í 1. mgr. komi: 40 millj. kr.
                  b.      2. mgr. orðist svo:
                     Ríkissjóður ábyrgist aðeins eitt stuðningslán til hvers rekstraraðila. Ríkissjóður ábyrgist að fullu stuðningslán að 10 millj. kr. og vexti skv. 17. gr. af því. Ríkissjóður ábyrgist 85% af þeirri fjárhæð stuðningsláns sem er umfram 10 millj. kr. og af vöxtum skv. 17. gr. af henni.
     8.      Við 12. gr. bætist tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                  Ríkisábyrgð skv. 10. og 11. gr. heldur gildi sínu gagnvart lánveitanda þótt í ljós komi að stuðningslán hafi verið veitt án þess að öll skilyrði fyrir ríkisábyrgð hafi verið uppfyllt enda liggi fyrir staðfesting skv. 2. mgr. og að ekki verði sýnt fram á að lánveitandi hafi bersýnilega mátt ætla að umsókn byggðist á ófullnægjandi upplýsingum.
                  Þrátt fyrir 117. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, er Skattinum heimilt, samkvæmt beiðni umsjónaraðila miðlægrar þjónustugáttar skv. 1. mgr. og lánastofnunar sem hefur samið við Seðlabanka Íslands skv. 2. mgr. 20. gr., að miðla tiltækum upplýsingum sem eru nauðsynlegar skv. 2., 3., 6. og 7. tölul. 10. gr. til að meta hvort umsækjandi um stuðningslán uppfylli skilyrði fyrir lánveitingu og hvert hámark hennar geti orðið. Umsjónaraðilinn og lánastofnunin eru bundin þagnarskyldu um veittar upplýsingar og er óheimilt að nýta þær í öðrum tilgangi. Rekstraraðili skal staðfesta við umsókn að honum sé kunnugt um að Skatturinn kunni að veita upplýsingar á þessum grundvelli og um úrvinnslu þeirra.
     9.      13. gr. orðist svo:
                  Lánastofnun afgreiðir stuðningslán að 10 millj. kr. til rekstraraðila sem fullnægir skilyrðum 10. gr. og ákvarðar fjárhæð þess í samræmi við 11. gr. Lánastofnun er heimilt að veita rekstraraðila hærra stuðningslán ef það samræmist 10. og 11. gr. og, eftir atvikum, viðmiðum sem lánastofnun setur um veitingu slíkra lána á grundvelli samnings við Seðlabanka Íslands skv. 2. mgr. 20. gr.
                  Lánstími stuðningslána skal að lágmarki vera 30 mánuðir. Nánar skal kveðið á um lánstíma stuðningslána í reglugerð.
     10.      Á eftir 13. gr. komi tvær nýjar greinar, svohljóðandi:
         a. (14. gr.)

Rafræn skuldabréf, rafræn undirritun og frumrit.

                     Skuldabréf vegna stuðningsláns geta verið rafræn og skulu þau þá undirrituð með fullgildri rafrænni undirskrift samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 910/2014 um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti á innri markaðinum og um niðurfellingu á tilskipun 1999/93, sbr. lög um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti, nr. 55/2019.
                     Hafi skuldabréf skv. 1. mgr. verið undirritað með fullgildri rafrænni undirskrift skal ekki gera kröfu um vottun á undirskrift og fjárræði þeirra sem undirrita og á dagsetningu undirritunar.
                     Rafrænt skuldabréf vegna stuðningsláns sem undirritað hefur verið með fullgildri rafrænni undirskrift skal teljast uppfylla áskilnað í öðrum lögum um frumrit skuldabréfs. Þá skal rafræn móttaka slíks rafræns skuldabréfs teljast uppfylla áskilnað í öðrum lögum um framlagningu frumrits skuldabréfs. Þetta á við þrátt fyrir 2. málsl. 1. mgr. 37. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.
         b. (15. gr.)

Kvittanir, fullnaðargreiðsla og framsal.

                     Lánastofnun skal tryggja að rekstraraðili sem fengið hefur stuðningslán hafi aðgang að rafrænum kvittunum fyrir afborgunum og uppfærðum upplýsingum um eftirstöðvar og greiðslusögu lánsins á varanlegum miðli.
                     Þegar rafrænt skuldabréf vegna stuðningsláns er að fullu greitt skal lánastofnun staðfesta það með fullgildri rafrænni undirskrift á skuldabréfið og í kjölfarið afhenda rekstraraðila það á varanlegum miðli. Lánastofnun skal jafnframt varðveita rafræna skuldabréfið í að a.m.k. sjö ár frá því að það er að fullu greitt.
                     Sé rafrænt skuldabréf vegna stuðningsláns framselt skal framsalið áritað á skuldabréfið og staðfest með fullgildri rafrænni undirskrift. Framseljandi skal veita rekstraraðila upplýsingar um framsalið á varanlegum miðli.
                     Ákvæði tilskipunar um áritun afborgana á skuldabréf frá 9. febrúar 1798 eiga ekki við um rafræn skuldabréf samkvæmt þessum kafla.
     11.      Við 15. gr., er verði 17. gr.
                  a.      Í stað orðanna „sömu vexti og vextir“ í 1. mgr. komi: vexti sem eru jafnháir vöxtum.
                  b.      Á eftir 1. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Í samningi lánastofnunar við Seðlabanka Íslands, sbr. 2. mgr. 20. gr., er heimilt að kveða á um sérstakt álag á vexti skv. 1. mgr. sé lánsfjárhæð stuðningsláns hærri en 10 millj. kr.
                  c.      Í stað orðanna „við útborgun stuðningsláns“ í 1. málsl. 2. mgr. komi: upphæð stuðningsláns við útborgun þess.
     12.      Á undan orðinu „endurgreitt“ í fyrri málslið 16. gr., er verði 18. gr., komi: að jafnaði.
     13.      2. málsl. 2. mgr. 18. gr., er verði 20. gr., orðist svo: Í samningum Seðlabankans við lánastofnanir skal jafnframt fjallað um álag á vexti og þóknanir lánastofnana, sbr. 2. og 3. mgr. 17. gr.
     14.      Í stað orðsins „tveimur“ í 21. gr., er verði 23. gr., komi: sex.
     15.      Á eftir 22. gr., er verði 24. gr., komi ný grein er orðist svo ásamt fyrirsögn:

Lagaskil.

                  Stjórnsýslulög, nr. 37/1993, upplýsingalög, nr. 140/2012, og lög um umboðsmann Alþingis, nr. 85/1997, eiga ekki við um ákvarðanir um veitingu stuðningslána skv. III. kafla.
     16.      2. málsl. 23. gr., er verði 26. gr., falli brott.
     17.      Við 24. gr., er verði 27. gr., bætist nýr liður er orðist svo:

Breyting á lögum um aðför, nr. 90/1989.

                  Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  Þrátt fyrir 1. mgr. 1. gr. má gera aðför til fullnustu kröfum samkvæmt rafrænu skuldabréfi vegna stuðningsláns sem undirritað hefur verið með fullgildri rafrænni undirskrift, sbr. III. kafli laga um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, ef berum orðum er tekið fram í ákvæðum skuldabréfsins að aðför megi gera til fullnustu skuldinni án undangengins dóms eða réttarsáttar. Ekki skal gera kröfu um að undirskrift skuldara á slíkt rafrænt skuldabréf hafi verið vottuð af lögbókanda, lögmanni, löggiltum fasteignasala eða tveimur vitundarvottum.