Ferill 361. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1664  —  361. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (ÓBK, JSV, BN, BHar, ÓGunn, WÞÞ).


     1.      Við 2. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                 Lög þessi gilda ekki um Lánasjóð sveitarfélaga ohf. og Byggðastofnun.
     2.      Í stað orðanna „og Færeyja“ í 1. tölul. 1. mgr. 3. gr. komi: eða Færeyjar.
     3.      Orðin „um samþykkt skilaáætlunar fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki skv. 9. eða 10. gr. og ákvarðanir“ í 1. mgr. 5. gr. falli brott.
     4.      Í stað orðanna „taka tillit“ í 2. málsl. 5. mgr. 16. gr. komi: skal tekið tillit.
     5.      Í stað tilvísunarinnar „3. mgr.“ í 5. mgr. 23. gr. komi: 2. mgr.
     6.      Við 28. gr.
                  a.      Í stað orðanna „meginreglna um forgangsröð“ í 1. mgr. komi: forgangsraðar.
                  b.      Í stað orðsins „og“ í 2. og 3. tölul. 1. mgr. komi: eða.
     7.      Í stað orðanna „verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóða, sbr. lög um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði“ í 3. tölul. 1. mgr. 56. gr. komi: verðbréfasjóða og sérhæfðra sjóða, sbr. lög um verðbréfasjóði og lög um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.
     8.      Orðin „meginreglur um“ í 4. og 5. tölul. 1. mgr. 58. gr. falli brott.
     9.      Í stað orðanna „þær aðstæður“ í 1. tölul. 2. mgr. 60. gr. komi: þeim aðstæðum.
     10.      Í stað orðsins „sjóðurinn“ í 4. mgr. 82. gr. komi: Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta.
     11.      Við 84. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „skilavaldinu“ í 1. málsl. komi: um framkomna beiðni um heimild til greiðslustöðvunar eða til að leita nauðasamnings, eða.
                  b.      Í stað orðsins „synja“ í 2. málsl. komi: hafna beiðninni eða.
     12.      2. mgr. 86. gr. orðist svo:
                 Stærð skilasjóðs skal að lágmarki vera 1% af tryggðum innstæðum.
     13.      Við 94. gr.
                  a.      Orðin „og brot er framið til hagsbóta fyrir annan lögaðila í samstæðunni eða annar lögaðili í samstæðunni hefur notið hagnaðar af brotinu“ í 2. málsl. 2. mgr. falli brott.
                  b.      Orðin „hins brotlega“ í c-lið 3. mgr. falli brott.
     14.      Í stað orðsins „birta“ í 3. mgr. 100. gr. komi: upplýsa.
     15.      102. gr. orðist svo:
                 Lög þessi öðlast gildi 1. september 2020.
                 Lögin koma til framkvæmda við greiðslu iðgjalds til A-deildar Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta á gjalddaga frá og með 1. september 2020.
     16.      Við 103. gr.
                  a.      Við 2. tölul. b-liðar 1. tölul. bætist ný efnismálsgrein, svohljóðandi:
                      Seðlabanki Íslands skal setja reglur þar sem m.a. er kveðið á um nánari kröfur um innihald endurbótaáætlana skv. 1. mgr. og endurbótaáætlun samstæðu skv. 82. gr. d.
                  b.      Á eftir b-lið 1. tölul. komi nýr stafliður sem orðist svo: 3. mgr. 82. gr. b laganna orðast svo:
                      Seðlabanki Íslands skal setja reglur þar sem fram koma lágmarksviðmið sem líta ber til við mat á efnisþáttum skv. 1. mgr.
                  c.      Inngangsmálsliður h-liðar 1. tölul. orðist svo: 4. mgr. 86. gr. h orðast svo.
                  d.      Í stað „45. tölul.“ í 1. tölul. w-liðar 1. tölul. og „64. tölul.“ í 2. tölul. w-liðar 1. tölul. komi: 47. tölul.; og: 66. tölul.
                  e.      Á eftir 3. tölul. c-liðar 2. tölul. komi nýr töluliður sem orðist svo: Í stað orðanna „innstæður eru undanskildar“ í 1. málsl. 6. mgr. kemur: er undanskilið.
     17.      Við ákvæði til bráðabirgða.
                  a.      Í stað dagsetningarinnar „1. mars“ í 3. málsl. 1. mgr. komi: 1. september.
                  b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Skilasjóður skal ná lágmarksstærð skv. 2. mgr. 86. gr. fyrir árslok 2027.