Ferill 845. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1779  —  845. mál.




Svar


félags- og barnamálaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um lögbundin verkefni ráðuneytisins.


     1.      Hvaða lögbundnu verkefnum sinnir ráðuneytið?
    Félagsmálaráðuneytið fer á hverjum tíma með málefni í samræmi við forsetaúrskurð um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Samkvæmt 4. gr. forsetaúrskurðarins, nr. 119/2018, sbr. forsetaúrskurð nr. 155/2019, fer félagsmálaráðuneytið með mál er varða:
     1.      Skipulag, rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins.
     2.      Félags- og fjölskyldumál, þar á meðal:
                  a.      Barnavernd.
                  b.      Barnaverndarstofu.
                  c.      Þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
                  d.      Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.
                  e.      Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.
                  f.      Málefni aldraðra.
                  g.      Málefni innflytjenda og flóttafólks.
                  h.      Fjölmenningarsetur.
                  i.      Félagslega aðstoð.
                  j.      Greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna.
                  k.      Félagsþjónustu sveitarfélaga.
                  l.      Ráðgjöf og úrræði vegna fjármála heimilanna, þ.m.t. greiðsluaðlögun einstaklinga.
                  m.      Umboðsmann skuldara.
                  n.      Ættleiðingarstyrki.
                  o.      Orlof húsmæðra.
     3.      Lífeyristryggingar almannatrygginga, þar á meðal:
                  a.      Lífeyristryggingar og eftirlaun aldraðra.
                  b.      Tryggingastofnun ríkisins.
                  c.      Fjárhagsaðstoð við lifandi líffæragjafa.
     4.      Húsnæðis- og mannvirkjamál, þar á meðal:
                  a.      Húsnæðislán.
                  b.      Greiðslujöfnun fasteignaveðlána til einstaklinga.
                  c.      Greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði.
                  d.      Húsnæðissjóð.
                  e.      Húsaleigumál.
                  f.      Húsnæðisbætur.
                  g.      Húsnæðissamvinnufélög og byggingarsamvinnufélög.
                  h.      Almennar íbúðir.
                  i.      Húsnæðissjálfseignarstofnanir.
                  j.      Húsnæðismálasjóð.
                  k.      Fjöleignarhús.
                  l.      Frístundabyggð.
                  m.      Kærunefnd húsamála.
                  n.      Eftirlit með mannvirkjum og gerð þeirra.
                  o.      Brunavarnir.
                  p.      Eftirlit með byggingarvörum.
                  q.      Eftirlit með öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga í mannvirkjum.     
                  r.      Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
     5.     
     6.      Vinnumál, þar á meðal:
                  a.      Réttindi og skyldur á vinnumarkaði.
                  b.      Starfsmannaleigur.
                  c.      Aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.
                  d.      Vinnueftirlit ríkisins.
                  e.      Vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum.
                  f.      Félagsdóm.
                  g.      Vinnumarkaðsaðgerðir.
                  h.      Sáttastörf í vinnudeilum.
                  i.      Ríkissáttasemjara.
                  j.      Atvinnuleysistryggingar.
                  k.      Atvinnutengda starfsendurhæfingu.
                  l.      Atvinnuréttindi útlendinga.
                  m.      Ábyrgð á launum við gjaldþrot.
                  n.      Fæðingar- og foreldraorlof.
                  o.      Vinnumálastofnun.
                  p.      Félagsmálaskóla alþýðu.
     7.      Úrskurðarnefnd velferðarmála.

    Á grundvelli stöðu sinnar sem æðsta handhafa framkvæmdarvaldsins fer ráðherra með almennar stjórnunar- og eftirlitsheimildir gagnvart stjórnvöldum sem undir hann heyra, sbr. 12. gr. laga um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011. Í 13. gr. sömu laga kemur fram að ráðherra hafi eftirlit með starfrækslu, fjárreiðum og eignum á vegum stjórnvalda sem heyra undir almennar stjórnunarheimildir hans sem og þeirra sjálfstæðu stjórnvalda sem heyra stjórnarfarslega undir ráðherrann.
    Í 3. mgr. 27 gr. laga um opinber fjármál, nr. 123/2015, er kveðið á um ábyrgð ráðherra á virku eftirliti með framkvæmd fjárlaga og að ráðstöfun fjárveitinga sé innan ramma þess er Alþingi ákveður. Í 1. mgr. 20. gr. fyrrnefndra laga er einnig fjallað um ábyrgð ráðherra að setja fram heildstæða stefnu málefnasviða og málaflokka sem hann ber ábyrgð á og undir hans ráðuneyti falla.

     2.      Hver er áætlaður heildarkostnaður lögbundinna verkefna ráðuneytisins og hver er áætlaður kostnaður hvers verkefnis samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2020?
    Í fylgiriti fjárlaga árið 2020 er heildarfjárheimild til reksturs aðalskrifstofu ráðuneytisins 726,7 millj. kr. Fjárveitingar eru ekki sundurliðaðar eftir lögbundnum verkefnum.