Ferill 708. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 1966  —  708. mál.




Frumvarp til laga


um breytingu á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997, og fleiri lögum og um brottfall laga um kirkjumálasjóð (viðbótarsamningur íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar).

(Eftir 2. umræðu, 30. júní.)


I. KAFLI

Breyting á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997.

1. gr.

    4. mgr. 26. gr. laganna fellur brott.

2. gr.

    Lokamálsliður 31. gr. laganna fellur brott.

3. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Ef brýna nauðsyn ber til er kirkjuráði heimilt, á grundvelli 59. gr., að setja starfsreglur og gjaldskrá til bráðabirgða, með samþykki forseta kirkjuþings. Skulu þær gilda til næsta fundar kirkjuþings, þó ekki lengur en sex mánuði frá þeim degi er forseti kirkjuþings samþykkir þær. Starfsreglur og gjaldskrá skulu undirritaðar af forseta kirkjuráðs og forseta kirkjuþings og birtar með sama hætti og starfsreglur kirkjuþings.
    Ákvæði þetta fellur úr gildi 1. janúar 2021.

II. KAFLI

Breyting á lögum um Kristnisjóð o.fl., nr. 35/1970.

4. gr.

    II. kafli laganna, Um kristnisjóð, 18.–23. gr., fellur brott.

III. KAFLI

Breyting á lögum um sóknargjöld o.fl., nr. 91/1987.

5. gr.

    Í stað orðanna „Jöfnunarsjóðs sókna, sbr. 5. gr.“ í 3. tölul. 1. mgr. 3. gr. laganna kemur: þjóðkirkjunnar.

6. gr.

    II. kafli laganna, Um Jöfnunarsjóð sókna, 5.–7. gr., fellur brott.

7. gr.

    III. kafli laganna, Um héraðssjóði og framlög til þeirra, 8. gr., fellur brott.

IV. KAFLI

Breyting á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, nr. 36/1993.

8. gr.

    2. mgr. 10. gr. laganna orðast svo:
    Kirkjugarðsstjórn sér um að láta taka allar grafir í garðinum og sér um árlegt viðhald legstaða.

V. KAFLI

Gildistaka og brottfall laga.

9. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.
    Við gildistöku laga þessara falla brott lög um kirkjumálasjóð, nr. 138/1993.