Ferill 494. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


150. löggjafarþing 2019–2020.
Þingskjal 779  —  494. mál.




Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um rafmagnsöryggi.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Í hverju felst eftirlit ráðherra með öryggi flutnings raforku?
     2.      Hvaða almennu sjónarmið gilda við mat á því hvort fullnægjandi öryggisráðstafanir séu til staðar til lágmörkunar á skerðingu og/eða truflunum á virkni raforkukerfisins þegar bregðast þarf við vá í skilningi raforkulaga, með hliðsjón af varaleiðum, varaaflsstöðvum, ísingu og öðrum atriðum?
     3.      Hefur verið gerð úttekt á því hvaða mannvirki sem teljast til nauðsynlegra innviða, sjúkrastofnanir, hitaveitur, vatnsveitur, fjarskiptamannvirki o.s.frv., eru viðkvæm fyrir rafmagnsskorti í lengri tíma? Ef svo er, hvenær fór hún fram, hvað leiddi sú úttekt í ljós og til hvaða ráðstafana hefur ráðherra gripið?
     4.      Hvaða ráðstafanir og kröfur eru gerðar af hálfu ráðherra og ráðuneytisins gagnvart einkaaðilum til að tryggja að mannvirki á þeirra ábyrgð sem teljast til nauðsynlegra innviða hafi fullnægjandi útbúnað til að sporna við eða lágmarka áhrif rafmagnsskorts til lengri tíma í vá í skilningi raforkulaga?
     5.      Telur ráðherra að núverandi skipulag öryggis raforkuafhendingar til nauðsynlegra innviða og viðbragðsáætlanir vegna stórfelldra bilana og veðuratburða sé fullnægjandi?


Skriflegt svar óskast.