Ferill 15. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 622  —  15. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um stjórnsýslu jafnréttismála.

Frá allsherjar- og menntamálanefnd.


     1.      Í stað orðanna „löggjafar“ í 1. málsl. 4. gr., 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 9. gr. og „löggjöf“ í 2. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 8. gr. komi: laga; og: lögum.
     2.      Á eftir orðinu „renna“ í 6. mgr. 6. gr. komi: dagsektir.
     3.      Í stað orðanna „brot hafi átt sér stað“ í 1. mgr. 8. gr. komi: brotið hafi verið gegn lögunum.
     4.      Í stað orðanna „lá fyrir, sbr. 1. gr.“ í 3. mgr. 9. gr. komi: á lögum um jafnréttismál, sbr. 1. gr., lá fyrir.
     5.      Í stað orðanna „Þegar um er að ræða mál sem ætla má að“ í 6. mgr. 10. gr. komi: Þegar ætla má að mál.
     6.      Við 2. málsl. 1. mgr. 13. gr. bætist: m.a. hvernig starfsfólki skuli tryggð þau réttindi sem kveðið er á um í 6.–14. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
     7.      Í stað orðanna „framkvæmd og eftirlit laganna“ í b-lið 1. tölul. og a-lið 2. tölul. 17. gr. komi: eftirlit með framkvæmd laganna.
     8.      Á eftir orðunum „1. málsl.“ í 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða komi: 1. mgr.