Ferill 306. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 633  —  306. mál.




Svar


ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn frá Guðmundi Inga Kristinssyni um notkun jarðefnaeldsneytis.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hve mikið er notað af kolum, olíu og öðru jarðefnaeldsneyti árlega, í stað annarra orkugjafa, við iðnað, rafmagnsframleiðslu og húshitun?

    Leitað var gagna hjá Orkustofnun og Umhverfisstofnun til að svara fyrirspurninni. Í meðfylgjandi töflu 1 má sjá gögn sem Orkustofnun aflar frá söluaðilum eldsneytis á Íslandi er varða sölu á olíu og gasi til nota í iðnaði. Til iðnaðar telst byggingariðnaður, landbúnaður, fiskimjölsiðnaður, efnaiðnaður, steinefnaiðnaður, framleiðsla og vinnsla málma, matvæla- og drykkjarvöruiðnaður ásamt öðrum óflokkuðum iðnaði. Nær öll koks- og kolanotkun sem er notuð í stóriðju telst ekki til orkunotkunar því kolin þjóna þar hlutverki kolefnisgjafa í efnahvörfum í iðnaðarferlum. Gögn um koks- og kolanotkun í töflu 1 koma frá Umhverfisstofnun.

Tafla 1. Árleg notkun olíu, gass, kola og koks í iðnaði (tonn).

Iðnaður 2016 2017 2018 2019 2016–2019
Olía [tonn] 56.770 48.342 40.520 30.549 176.181
Gas [tonn] 867 681 1.047 1.522 4.117
Kol og koks [tonn] 149.188 156.804 166.249 166.945 639.186

    Í töflu 2 sjást gögn sem aflað er frá söluaðilum eldsneytis á Íslandi um olíunotkun vegna orkuvinnslu og húshitunar. Kol eru ekki notuð til rafmagnsframleiðslu eða húshitunar á Íslandi, né annað jarðefnaeldsneyti en olía. Notkunarflokkum var breytt árið 2019 og gerð var krafa um ítarlegri skiptingu.

Tafla 2. Árleg notkun olíu til rafmagnsframleiðslu, húshitunar og fleiri þátta (tonn).

Orka 2016 2017 2018 2019 2016–2019
Olía samtals [tonn] 1.793 2.989 1.746 2.514 9.042
Orkuvinnsla 726 695 742 2.163
Húshitun og sundlaugar 1.067 2.294 1.004 4.365
Húshitun 660 660
Sundlaugar 291 291
Fjarvarmaveitur 326 326
Raforkuframleiðsla 1.237 1.237