Ferill 250. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 740  —  250. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Ásmundi Friðrikssyni um kvótaflóttamenn og umsækjendur um alþjóðlega vernd.


     1.      Hver hefur kostnaður stofnana sem heyra beint undir ráðuneytið vegna kvótaflóttamanna og umsækjenda um alþjóðlega vernd verið á árunum 2018–2020?
    Leitað var svara hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri, Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Svör bárust frá eftirtöldum stofnunum: Sjúkrahúsinu á Akureyri, Landspítala, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
    Í svari Landspítala kom fram að þeir sem falla undir hugtakið „kvótaflóttamenn“ fá íslenska kennitölu og sjúkratryggingu strax við komuna til landsins og eru þar með ekki aðgreindir frá öðrum þjónustuþegum í sjúkraskrárkerfi spítalans. Því er engin leið að finna út kostnað vegna veittrar þjónustu eða annars sem þeim tengist.

Stofnun Kvótaflóttamenn Umsækjendur um alþjóðlega vernd
Sjúkrahúsið á Akureyri Greitt af Útlendingastofnun
Landspítali Greitt af Útlendingastofnun
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðis
Heilbrigðisstofnun Vesturlands* 571.679 kr.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Greitt af Ísafjarðarbæ
Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Heilbrigðisstofnun Austurlands
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Enginn kostnaður
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Greitt af Útlendingastofnun Greitt af Útlendingastofnun
*Mælt í tímabundnu auknu stöðugildi hjúkrunarfræðinga á Hvammstanga á árinu 2019 487.924 kr. Túlkaþjónusta árið 2020 83.755 kr.

     2.      Hver hefur kostnaður ráðuneytisins vegna þjónustusamnings við Rauða kross Íslands verið á tímabilinu?
    Ráðuneytið er ekki í samningssambandi við Rauða krossinn um kvótaflóttamenn og umsækjendur um alþjóðlega vernd.

     3.      Hver hefur kostnaður ráðuneytisins vegna heilbrigðisþjónustu kvótaflóttamanna og umsækjenda um alþjóðlega vernd verið á tímabilinu?
    Ráðuneytið hefur hvorki borið kostnað vegna heilbrigðisþjónustu kvótaflóttamanna né umsækjenda um alþjóðlega vernd á tímabilinu.

     4.      Hve margir umsækjendur um alþjóðlega vernd hafa greinst með COVID-19 við komuna til landsins það sem af er árinu?
    Frá því að COVID-faraldurinn hófst hér á landi hafa þrír kvótaflóttamenn greinst og tíu umsækjendur um alþjóðlega vernd.

     5.      Hver hefur annar kostnaður ráðuneytisins vegna kvótaflóttamanna og umsækjenda um alþjóðlega vernd verið á árunum 2018–2020?
    Ráðuneytið hefur ekki borið annan kostnað vegna kvótaflóttamanna og umsækjenda um alþjóðlega vernd á árunum 2018–2020.