Ferill 291. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 763  —  291. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um upplýsingafulltrúa og samskiptastjóra.


     1.      Eru upplýsingafulltrúar eða samskiptastjórar starfandi í ráðuneytinu? Ef svo er, hver er árlegur heildarkostnaður síðustu tíu ár vegna starfa viðkomandi, sundurliðað í laun og annan kostnað?
    Upplýsingafulltrúi er starfandi í ráðuneytinu og sinnir verkefnum fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Árlegan launakostnað síðustu átta ára með launatengdum gjöldum vegna þessarar stöðu má sjá í eftirfarandi töflu:

Ár Launatengd gjöld
2012 1 2.715.174
2013 9.252.352
2014 8.993.449
2015 9.548.924
2016 10.284.864
2017 11.515.360
2018 11.845.514
2019 11.697.951

     2.      Eru upplýsingafulltrúar eða samskiptastjórar starfandi hjá undirstofnunum ráðuneytisins? Ef svo er, hver er árlegur heildarkostnaður hverrar stofnunar síðustu tíu ár vegna starfa viðkomandi, sundurliðað í laun og annan kostnað?
    Undirstofnanir ráðuneytisins heyra undir tvo ráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra annars vegar og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hins vegar.
    Hjá þeim stofnunum sem heyra undir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra eru ekki starfandi upplýsingafulltrúar eða samskiptastjórar.
    Af þeim stofnunum sem heyra undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er starfandi upplýsingafulltrúi hjá Matvælastofnun. Árlegan launakostnað síðustu tíu ára með launatengdum gjöldum vegna þessarar stöðu má sjá í eftirfarandi töflu:

Ár Launatengd gjöld
2010 5.627.191
2011 5.871.978
2012 5.664.852
2013 6.430.516
2014 6.569.125
2015 6.768.894
2016 5.417.481
2017 8.682.101
2018 9.354.741
2019 11.697.951

1    Ekki er unnt að taka saman upplýsingar um laun og annan kostnað fyrir stofnun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í september 2012.