Ferill 438. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 779  —  438. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur um hlutfall starfa utan ráðuneytis vegna COVID-19-faraldursins.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu hátt hlutfall starfsmanna atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins hefur sinnt störfum sínum utan ráðuneytisins að hluta eða öllu leyti vegna COVID-19-faraldursins?

    Hlutfall starfsmanna sem hefur sinnt störfum sínum utan ráðuneytisins frá upphafi COVID-19-faraldursins hefur verið breytilegt. Þannig voru á tímabilinu 23. mars – 30. apríl um 60% starfsmanna að jafnaði í fjarvinnu. Á tímabilinu frá 1. nóvember til ármóta unnu að jafnaði um 55% starfsmanna heima. Eftir áramótin var starfseminni skipt upp í sex sóttvarnarhólf svo að fleiri starfsmenn gætu sinnt störfum sínum á vinnustaðnum og eru nú að jafnaði um 25% starfsmanna í fjarvinnu.