Ferill 463. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 784  —  463. mál.




Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um samkeppniseftirlit.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hvernig hefur Samkeppniseftirlitið, á undanförnum 10 árum, fylgst með þróun á samkeppnis- og viðskiptaháttum á einstökum mörkuðum í íslensku viðskiptalífi og kannað stjórnunar- og eignatengsl á milli fyrirtækja, sbr. d-lið 1. mgr. 8. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005?
     2.      Hvaða skýrslur hafa verið gerðar á undanförnum 10 árum um þessa þróun, um hringamyndun, óæskileg tengsl eða valdasamþjöppun sem takmarkað geti samkeppni?
     3.      Til hvaða aðgerða hefur verið gripið, ef einhverra, vegna eftirlits samkvæmt framangreindu lagaákvæði?


Skriflegt svar óskast.