Ferill 532. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 893  —  532. mál.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um framtíð ferjusiglinga yfir Breiðafjörð.

Frá Guðjóni S. Brjánssyni.

     1.      Hvaða áform eru uppi varðandi framtíðarþjónustu Breiðafjarðarferjunnar Baldurs?
     2.      Er hafinn undirbúningur að endurnýjun núverandi skips? Ef ekki, stendur það til?
     3.      Hefur samráð verið haft við sveitarstjórnir á svæðinu um framtíðarskipan þessa þáttar samgöngumála á sunnanverðum Vestfjörðum?
     4.      Telur ráðherra raunhæft að áætla að dregið verði úr ferjusiglingum milli Brjánslækjar og Stykkishólms, eða þær jafnvel lagðar af, þegar vegir hafa verið bættir til muna og ef svo er, hverjar þurfa þær umbætur að vera umfram þær sem nú eru í deiglunni til þess að það verði raunhæfur möguleiki?
     5.      Hefur á einhverju stigi verið gerð heildarúttekt á hagkvæmni bættra samgangna á landi með hliðsjón af ferjuþjónustunni, svo sem umhverfis-, kostnaðar- eða ábatagreining?


Skriflegt svar óskast.