Ferill 341. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1017  —  341. mál.
3. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu.

Frá Óla Birni Kárasyni.


     1.      Í stað orðanna „eða á eigin reikning“ í a-lið 6. tölul. 4. gr. komi: og fyrir eigin reikning.
     2.      Við 8. gr.
                  a.      Í stað orðanna „auknari tíðni upplýsingagjafar“ í 1. málsl. og „aukna tíðni upplýsingagjafar“ í 2. málsl. komi: tíðari upplýsingagjöf.
                  b.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Tíðari upplýsingagjöf.
     3.      Í stað orðanna „fjölda atkvæðisréttar“ í 3. mgr. 20. gr. komi: hlutfall atkvæðisréttar.
     4.      Í stað orðanna „Þegar aðili varðveitir hluti sem vörsluaðili“ í 2. mgr. 23. gr. komi: Þegar vörsluaðili varðveitir hluti.
     5.      3. tölul. 1. mgr. 43. gr. orðist svo: 8. gr. um tíðari upplýsingagjöf.
     6.      Í stað orðanna „aukna tíðni upplýsingagjafar“ í 2. tölul. 55. gr. komi: tíðari upplýsingagjöf.
     7.      Við 3. tölul. 59. gr. bætist nýr liður, svohljóðandi: Í stað orðsins „verðbréfaviðskipti“ í 9. mgr. 45. gr. laganna kemur: upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu.