Ferill 631. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1089  —  631. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um birtingu viðkvæmra persónugreinanlegra upplýsinga í dómum.

Frá Jóni Þór Ólafssyni.


     1.      Í ljósi þess að það er vilji ráðherra að koma í veg fyrir persónuverndarbrot dómstóla með birtingu viðkvæmra upplýsinga í dómum sínum, sbr. svör ráðherra við fyrirspurnum á þskj. 274 á yfirstandandi þingi og á þskj. 282 á 150. löggjafarþingi, hvað er það þá við reglur um skipan dómstólasýslunnar og um eftirlit og ábyrgð sem býður upp á að slíkar upplýsingar séu birtar, sbr. t.d. dóm héraðsdóms Reykjaness frá 10. mars sl. þar sem birtar eru viðkvæmar nafngreindar persónuupplýsingar sem rötuðu síðan í fjölmiðla?
     2.      Er persónuverndarfulltrúi dómstólasýslunnar ekki með hefðbundið hlutverk persónuverndarfulltrúa gagnvart hverjum og einum dómstóli?
     3.      Telur dómstólasýslan sig ekki hafa heimild til að stöðva brotin og grípa inn í?
     4.      Hver ber ábyrgð á þessum brotum dómstóla?
     5.      Telur ráðherra að endurskoða þurfi lagaramma um skipan dómstólasýslunnar, eftirlitshlutverk hennar gagnvart dómstólum og forstöðumönnum þeirra og ábyrgð dómstólasýslunnar og forstöðumanna dómstóla á að stjórnsýsla dómstóla fari að lögum?
     6.      Hvað hefur ríkið greitt samtals háar bætur vegna ólögmætra dómabirtinga? Hefur ráðuneytið skoðað umfang persónuverndarbrota dómstóla fyrir og eftir úrskurði Persónuverndar árið 2017 og áætlað umfang og fjárhæð bóta sem ríkið getur þurfa að greiða einstaklingum vegna brotanna?


Skriflegt svar óskast.