Ferill 599. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1426  —  599. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur um nýtingu séreignarsparnaðar vegna kaupa á fyrstu fasteign.


     1.      Hver er meðalafgreiðslutími umsókna um nýtingu séreignarsparnaðar vegna kaupa á fyrstu fasteign?
    Meðalafgreiðslutími umsókna um nýtingu séreignarsparnaðar vegna kaupa á fyrstu fasteign er almennt um 30–50 dagar.

     2.      Hversu margir hafa nýtt sér úrræðið ár hvert síðan það var heimilað?
    Samtals hafa 13.370 manns sótt um og fengið samþykkta umsókn um úttekt séreignarsparnaðar til nýtingar við kaupa á fyrstu fasteign frá því að lög nr. 111/2016 tóku gildi 1. júlí 2017 og fram til 19. apríl 2021. Skiptingin í töflu 1 eftir árum miðast við þá dagsetningu þegar umsókn barst.

Tafla 1. Fjöldi þeirra sem hafa nýtt úrræðið um úttekt séreignarsparnaðar vegna kaupa á fyrstu fasteign eftir árum.
Ár Fjöldi
2017 1.504
2018 1.116
2019 2.558
2020 5.532
2021 2.660