Ferill 616. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1436  —  616. mál.
3. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um einkaleyfi, nr. 17/1991 (undanþága frá viðbótarvernd).

Frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.


    Við 1. gr.
     a.      1. efnismgr. a-liðar orðist svo:
                  Þrátt fyrir að í gildi sé viðbótarvernd skv. 1. mgr. er í eftirfarandi tilvikum heimilt án samþykkis rétthafa að:
              a.      framleiða og/eða framkvæma nauðsynlegar aðgerðir til framleiðslu efnis sem eingöngu er ætlað til útflutnings út fyrir Evrópska efnahagssvæðið þar sem efni eða lyf sem inniheldur efnið nýtur ekki lengur verndar eða hefur ekki notið verndar og merkja þá framleiðslu með kennimerki sem nánar er kveðið á um í reglugerð, eða
              b.      framleiða og/eða framkvæma nauðsynlegar aðgerðir til framleiðslu efnis eða lyfs sem inniheldur það efni í fyrsta lagi sex mánuðum áður en viðbótarvernd skv. 1. mgr. fellur úr gildi, í þeim tilgangi eingöngu að geyma það hér á landi svo mögulegt verði að setja efnið eða lyf sem inniheldur það efni á markað eftir að viðbótarvernd fellur úr gildi.
     b.      Á eftir tilvísuninni „a- og b-lið“ í 2. efnismgr. a-liðar komi: 4. mgr.
     c.      Við 3. efnismgr. a-liðar bætist: skv. 5. mgr.