Ferill 534. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1634  —  534. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingar á lögum um póstþjónustu og lögum um Byggðastofnun (flutningur póstmála).

Frá umhverfis- og samgöngunefnd.


     1.      Við 1. gr.
                  a.      Í stað orðanna „um póstþjónustu“ í 1. tölul. 2. efnismgr. komi: þessara.
                  b.      Í stað orðanna „mörkuðum póstþjónustu“ í 2. tölul. 2. efnismgr. komi: póstþjónustumarkaði.
                  c.      Í stað orðanna „meðhöndlun póstrekenda“ í b-lið 3. tölul. 2. efnismgr. komi: meðferð mála sem varða póstrekendur.
                  d.      Í stað c-liðar 3. tölul. 2. efnismgr. komi tveir stafliðir, svohljóðandi:
                  c.    eiga samstarf við aðrar eftirlitsstofnanir á Evrópska efnahagssvæðinu og Eftirlitsstofnun EFTA í þeim tilgangi að koma á samræmdum eftirlitsháttum og samræmdri túlkun löggjafar,
                  d.    stuðla að þróun upplýsingasamfélagsins með markvissri innleiðingu nýrrar tækni og vinnubragða.
                  e.      Í stað orðsins „eigi“ í a-lið 4. tölul. 2. efnismgr. komi: hafi.
                  f.      Orðin „að framkvæma“ í 4. efnismgr. falli brott.
     2.      Við 2. gr.
                  a.      Í stað orðanna „um póstþjónustu“ í 1. málsl. 1. mgr. b-liðar komi: þessi.
                  b.      Í stað orðanna „um póstþjónustu“ í 2. málsl. 1. mgr. b-liðar komi: þessara.
                  c.      Orðin „lögum um póstþjónustu“ í 6. mgr. b-liðar falli brott.
     3.      Á eftir 3. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                      2. mgr. 17. gr. laganna orðast svo:
                      Smásölugjaldskrá fyrir bréf allt að 50 g innan alþjónustu skal vera sú sama um allt land.
     4.      Í stað orðanna „um póstþjónustu“ í 1. efnismgr. 4. gr. komi: þessum.
     5.      Við 5. gr.
                  a.      Í stað orðanna „um póstþjónustu“ í 3. mgr. b-liðar komi: þessara.
                  b.      Í stað orðanna „kveðið er á um í 13. gr. laga um Póst- og fjarskiptastofnun, nr. 69/2003“ í d-lið komi: gilda um úrskurði nefndarinnar á sviði fjarskiptamála.
     6.      Á eftir 6. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                      Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                          Ráðherra, í samstarfi við ráðherra sem fer með fjármál og efnahagsmál, skal hið fyrsta skipa þverfaglegan starfshóp til að meta hvernig best megi ná markmiðum 1. gr. laganna, m.a. með hliðsjón af tækninýjungum, samkeppnissjónarmiðum og alþjóðlegum skuldbindingum Íslands. Í starfshópinn verði, auk fulltrúa ráðherra, skipaðir fagaðilar og fulltrúar sjónarmiða neytenda, atvinnurekenda og ólíkra byggða. Tillögur hópsins skulu settar fram í skýrslu, ásamt kostnaðarmati, og gerð skal grein fyrir áhrifum þeirra á póstmarkaðinn í heild sinni og hagrænum áhrifum í samkeppnislegu og byggðalegu tilliti. Skýrslan skal liggja fyrir eigi síðar en 1. október 2021.
     7.      Í stað orðanna „skv. 10. gr. a laga“ í 2. tölul. b-liðar 9. gr. komi: samkvæmt lögum.
     8.      Við 11. gr. bætist nýr málsliður: Ákvæði 4. gr. laga þessara skal vera komið til framkvæmda eigi síðar en 1. september 2021.