Ferill 711. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1641  —  711. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012 (markmið um kolefnishlutleysi).

Frá Andrési Inga Jónssyni.


    1. gr. orðist svo:
    Við 1. gr. laganna bætast tveir nýir stafliðir, svohljóðandi:
     e.      að Ísland nái a.m.k. 55% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 miðað við losun ársins 1990, og
     f.      að ná kolefnishlutleysi eigi síðar en árið 2040.

Greinargerð.

    Markmið Íslands í loftslagsmálum er a.m.k. 55% samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 miðað við losun ársins 1990 og var það markmið tilkynnt formlega til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í febrúar á þessu ári. Hér er lagt til að styrkja framkvæmd loftslagsaðgerða með því að lögfesta þann samdrátt sem sjálfstætt lágmarksmarkmið Íslands óháð því hvort stjórnvöld semji um lægri hlutdeild í sameiginlegu markmiði með Noregi gagnvart Evrópusambandinu.